Gríska ríkissjónvarpið er brjálað yfir að á pakkanum í póstkortinu fyrir Makedóniu í fyrri undanriðlinum stóð bara Makedónía en ekki FYR Makedónía.
Lettneska söngkonan Aminata er ekki næs í blaðamannaviðtölum og Michele frá San Marínó er með stjörnustæla.
Það ætti einhver að gefa vannærða Elnur klúbbsamloku. Kannski bara Friðrik Ómar, Hera og Selma?
Makedónísku dansararnir voru bara hressir á Euroclub á þriðjudagskvöldinu eftir showið og eru greinilega ekkert sárir yfir tapinu á þriðjudag. Ekkert sást hins vegar til aðalsöngvarans í Burberry frakkanum, Daniels. Danirnir voru einnig að djamma á Euroclub og greinilega bara ligeglad með að hafa ekki komist áfram.