Ísraelskt kvöld í Lissabon – Partývakt FÁSES


Það eru stífar vaktir hér í Eurovision í Lissabon og Partývaktin má hafa sig alla við að fygjast með öllu sem er að gerast. Partý gærkveldsins var stóra ísraelska partýið sem er árlegur viðburður og var það nú haldið á risastórum klúbbi sem heitir Capitólio. Langa röðin í partýið var ágætur fyrirborði um það sem koma skyldi og þegar partývaktin mætti streymdu að keppendur sem ætluðu að troða upp um kvöldið. Þegar inn var komið var að sjálfsögðu austurlenskur matur á borðum og ýmiss konar ísraelskur varningur, hattar, flögg og barmmerki.

DoReDoS frá Moldóvu opnuðu kvöldið og þvílík byrjun! Þig eigið megið eiga von á rosalegri skemmtun þegar þau stíga á stokk fimmtudagskvöldið 10. maí. Síðar komu keppendurir í röðum; Lukas frá Póllandi, Ryan frá Írlandi og Saara Aalto frá Finnlandi söng Queens og Monsters og rokkaði gjörsamlega þakið af húsinu. Síðan tróð Ari okkar Ólafsson upp ásamt íslenska hópnum og söng Our Choice ásamt syrpu af Eurovision lögum; Coming home, My Number One, Golden Boy, Wild Dances og lokaði síðan með Grande Amore með Il Volo.

Því næst komu Cesár frá Austurríki og Rasmussen frá Danmörku sem flutti lagið sitt órafmagnað út á miðju gólfi. Netta frá Ísrael flutti lagið sig Toy og átti augljóslega alla áhorfendur með húð og hári. The Humans frá Rúmeníu tóku lagið sitt Goodbye ásamt rokkútgáfu af Euphoria (kom á óvart!). Equinox frá Búlgaríu tóku Beautiful Mess frá 2017 og framlag sitt í ár. Ethno-Jazz Band Iriao frá Georgía tóku skemmtilega acapella syrpu (sem átti kannski ekki alveg heima í þessu partýi… en við kunnum að meta það samt!) og því næst komu keppendur Serbíu, San Marínó, Makedónía og Möltu á sviðið. Christabelle frá Möltu er ákaflega mannblendin og naut þess að dansa með aðdáendum sínum.