
Fyrrum stórveldinu Bretlandi hefur ekki gengið neitt sérlega vel í Eurovison seinustu árin, eða öllu heldur áratugina. 24 ár eru síðan Katarina & The Waves hirtu keppnina til Birmingham og marga er farið að þyrsta í velgengni Breta aftur. Það er spurning hvort ljúflingsbangsinn og söngvarinn James Newman verði við þeim óskum í ár.