Tornike fer með lagið “You” til Rotterdam fyrir Georgíu


Mánudaginn 15. mars síðastliðinn tilkynntu Georgíumenn um lagið sem þeir vildu senda til Rotterdam í maí. Georgía hefur verið með í Eurovision síðan árið 2007, fyrir utan árið 2009 þegar lagið þeirra We Don´t Wanna Put In var meinað um þátttöku þar sem það þótti bera pólistísk skilaboð í óþökk Vladimirs Putin Rússlandsforseta. Þetta er því fimmtánda Eurovisionlag Georgíumanna. Þeir byrjuðu áætlega og náðu best níunda sæti 2010 og 2011. Árangurinn síðustu ár hefur hins vegar verið slakari og þeir hafa ekki komist í úrslit síðastliðin þrjú ár, það er 2017-2019.

Árin 2019 og 2020 notuðu Georgíumenn Georgian Idol keppnina til að velja flytjanda. Tornike Tipiani vann þessa keppni á gamlárskvöld árið 2019 og átti að vera fulltrúi Georgíumanna árið 2020 með lagið Take Me As I Am. Hann fékk svo framlengingu á samningnum og í ár flytur hann lagið You. Lag og texta samdi Tornike sjálfur í samstarfi við Aleko Berdzenishvili. Í laginu eru einnig raddir Stúlknakórs Gori, Aleko Berdzenishvili, Marian Shengelia og Mariko Lezhava. Lagið er hugljúft ástarlag og talsvert rólegra en lagið sem átti að senda 2020.

Tornike er fæddur í Tblissi í desmber 1987. Hann er lærður arkitekt og er þriggja barna faðir. Hann stofnaði fyrst hljómsveit 19 ára gamall, en þá hvarflaði ekki að honum að syngja. En á ákveðnum tímapunkti vantaði söngvara og þá tók Tornike slaginn og sér varla eftir því. Tornike er vanur sigurvegari í söngvakeppnum, en hann vann X Factor keppnina í Georgíu árið 2014. Leiðbeinandi hans var engin önnur en Tamta sem keppti fyrir Kýpur 2019.