Unbroken myndbandið frumsýnt og Vínarfararnir kynntir

FÁSES liðir spenntir fyrir myndbandsfrumvsýningu

FÁSES liðir spenntir fyrir myndbandsfrumsýningu

Myndband við Eurovision framlag Íslendinga var kynnt í dag í Laugarásbíó. FÁSES liðar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á slíkan viðburð sem styrktaraðilar Vínarfaranna efndu til, Vodafone og Coke.

 

 

 

IRIS menn ánægðir með afraksturinn

IRIS menn ánægðir með afraksturinn

Myndbandið við Unbroken er gert af ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum sem reka IRIS films. Ljóst er að aðdáendur Maríu og Unbroken verða ekki vonsviknir með myndbandið enda glæsilegt í alla staði.

María tróð að sjálfsögðu upp ásamt Ásgeiri Orra og tóku þau bæði Unbroken og FourFiveSeconds ásamt Friðriki Dór. Enn og aftur sannaðist hve kröftug og örugg söngkona María er. Fases.is er ferlega stolt af að fá að fylgja svona öflugum keppanda út á Eurovision.

IMG_9447 (2)

Eins og allir Eurovision aðdáendur vita upp á hár leiðir Jónatan Garðarsson sem fyrr Vínarfarahópinn. Auk hans og strákanna í StopWaitGo eru í Eurovision-teyminu Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs Orra og Pálma Ragnars, sem mun sjá til þess að fólkið verði rétt dressað í Vín, Selma Björnsdóttir mun sjá um útfærslu atriðisins og í bakröddum verða Friðrik Dór, Íris Hólm, Alma Rut og enginn önnur en Eurovision-dívan Hera Björk. Felix Bergsson verður kynnir keppninnar fyrir þá sem sitja heima og mun hann njóta dyggrar aðstoðar Peter Fenner. RÚV mun standa fyrir gerð sérstakra þátta – “Leiðin til Vínar” sem Ragnar Santos og Baldvin Þór Bergsson gera. Að síðustu mun enginn annar en Valli sport sjá um kynningarstarf íslenska Eurovision framlagsins og almenn plöggheit.

María ásamt glæsilegu Vínar-bakröddunum

María ásamt glæsilegu Vínar-bakröddunum