Af sænskum sjarmatröllum og Eurovision karaoke sem sló í gegn

IMG_9490 (2)Venju samkvæmt hittust FÁSES meðlimir til að horfa á úrslit Melodifestivalen. Heitustu aðdáendur Eurovision voru þó í vandræðum því úrslitakvöld í norsku MGP keppninni var einnig þetta kvöld og því brugðið á það ráð að skipta á milli stöðva. Herlegheitin voru haldin á Kringlukránni og var blásið til Eurovision karaoke á eftir.

Viðstaddir spáðu fyrir um gengi laganna eftir flutning þeirra og áður en úrslit voru kunngjörð í Melodifestivalen. Niðurstaðan var sú að hetjurnar hans Måns myndu sigra og auðvitað gekk það eftir – FÁSES liðar eru nú ekki þekktir fyrir að hafa gott nef fyrir svona hlutum fyrir ekki neitt! FÁSES setti síðan Sting með Eric Saade í 2. sæti, Groupie með Samir & Viktor í 3. sætið og Möt mig í Gamla Stan með Magnus Carlsson í 4. sæti. Hin sæti voru kannski ekki alveg jafn rétt og það fyrsta, eins og sjá má hér, en hver er nú eiginlega að hugsa út í svoleiðis smáatriði. Heildarniðurstaðan er ef til vill sú að FÁSES liðar eru almennt mjög uppteknir af sænskum sjarmatröllum. Jafnvel má ganga svo langt að segja að nokkrir meðlimanna séu helteknir af pretty-boy þemanu sem iðulega má finna í Melodifestivalen en það er nú efni í annan pistil.

IMG_9495 (2)Var þá komið að fyrsta Eurovision karaoke á vegum FÁSES. Óþarft er að fara mörgum orðum um hvernig til tókst – það sló gjörsamlega í gegn. Svo dásamlegur var söngurinn að tveir kumpánlegir menn sem ráku nefið inn í salinn töldu að hér væru á ferð atvinnusöngvarar! Einnig ber að nefna að menn settu ekkert fyrir sig að taka að sér hlutverk bakradda og dansara, eftir því sem við átti í hverju lagi. Myndir sem teknar voru af kvöldinu má nálgast á facebook síðu FÁSES. Eitt er ljóst; Eurovision karaoke verður aftur á dagskrá hjá FÁSES.

IMG_9615 (2)

IMG_9579 (2)IMG_9582 (2)Fyrir forvitna fylgir hér með lagalisti kvöldsins – nokkur óvænt númer sem fases.is hélt að enginn myndi velja eru á honum!

Lagalisti á fyrsta Eurovision karaoke kvöldi FÁSES

1. Ein Bisschen Frieden / Þýskaland 1982

2. Moja Stikla / Króatía 2006

3. New Tomorrow / Danmörk 2011

4. Insieme 1992 / Ítalía 1990

5. Fly on the wings of love / Danmörk 2000

6. Should’ve known better / Danmörk 2012

7. Every way that I can / Tyrkland 2003

8. Love me back / Tyrkland 2012

9. Never Forget / Ísland 2012

10. Nor par / Armenía 2009

11. Den vilda / Svíþjóð 1996

12. I would die for you / Grikkland 2001

13. Kaelakee haal / Eistland 1996

14. Hold me now / Írland 1987

15. Euro Neuro / Svartfjallaland 2012

16. Je t’adore / Belgía 2006

17. Rise like phoenix / Austurríki 2014

18. Believe in me / Bretland 2013

19. Molitva / Serbía 2007

20. Fangad av en stormvind / Svíþjóð 1991

21. Twist of love / Danmörk 2006

22. Lautar / Moldavía 2012

23. Take me to your heaven / Svíþjóð 1999

24. Something / Litháen 2013 (jú þetta var sungið – við erum ekki að plata!)

25. Lipstick / Írland 2011

26. This is our night / Grikkland 2009

27. Another summer night / Malta 2001

28. Congratulations / Ísland 2006

29. My number one / Grikkland 2005

30. Whadde hadde / Þýskaland 2000

31. All out of luck / Ísland 1999

31. Feed you my love / Noregur 2013

32. What for? / Lettland 2010

33. L’amore é femmina / Ítalía 2012

34. Dime / Spánn 2003

35. Opa / Grikkland 2010

36. Popular / Svíþjóð 2011

37. Run away / Moldavía 2010

38. Ne partez pas sans moi / Sviss 1988

39. Is it true? / Ísland 2009

40. Stay / Noregur 2012

41. Je ne sais quoi / Ísland 2010

42. Eres tú / Spánn 1973

43. You / Svíþjóð 2013

44. Keine Grenzen-Zadnych Granic / Pólland 2003 (já, einmitt!)

45. Shady Lady / Úkraína 2008

46. This is my life / Ísland 2008

Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað er hér á seyði er bent á að horfa á glæsilega gríska framlagið árið 2006.

Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað er hér á seyði er bent á að horfa á glæsilega gríska framlagið árið 2005.