Alla leið upptökur að fara byrja!

alla leið mynd

Myndin er fengin að láni frá Facebook síðunni Reynir reynir Júróvisjón.

RÚV undirbýr nú þættina sem allir Eurovision-sjúklingar elska, Alla leið, sem sýndir verða á laugardagskvöldum fram að keppni. Umsjónarmenn í ár eru sem fyrr Felix Bergsson og Reynir Þór Eggertsson.

Félagar í FÁSES fá tækifæri líkt og áður að taka þátt í gerð þáttanna með því að vera gestir í salnum og í einhverjum tilvikum fá þeir að vera oddaatkvæða í ákvörðuninni um hvort lagi sé spáð áfram eða ekki.

Þessi fasti punktur í Júró-tilverunni okkar er alltaf frábær og hvetjum við því sem flesta til að mæta.

Tökudagarnir eru:

Mánudagur 30. mars kl. 13 og kl. 15 (tveir þættir)

Þriðjudagur 31. mars kl. 13 og kl. 15 (tveir þættir

UPPFÆRT: Þriðjudagur 7. apríl kl. 15 (einn þáttur)

Mæting er upp í Sjónvarpshús við Efstaleiti (best að gefa sig fram í móttökunni þar). Gott er að mæta 15 mínútum fyrir upptöku.

Áhugasamir sendi FÁSES endilega línu á ogae.iceland@gmail.com og við bætum ykkur á gestalistann!