Aðdáendur kusu og nú er komið að því. FÁSES, vi har et resultat!
OGAE Big Poll 2019 er lokið að þessu sinni og var það hinn ítalski Mahmood með lag sitt “Soldi” sem kom, sá og sigraði.
Sigur hans var þó ekki eins afgerandi eins og þeir hafa oft verið í OGAE Big Poll, en einungis 40 stig skildu að Ítalíu í fyrsta sætinu og Holland í því þriðja. Það er þó nokkuð ljóst að þau þrjú lög sem komust á verðlaunapall eru þau sem eru í mestu uppáhaldi hjá aðdáendum í ár þar sem nokkuð langt var í fjórða sætið.
10 efstu lögin í OGAE Big Poll 2019
- Ítalía: Mahmood – “Soldi” – 441 stig
- Sviss: Luca Hänni – “She Got Me” – 406 stig
- Holland: Duncan Laurence – “Arcade” – 401 stig
- Noregur: KEiiNO – “Spirit in the Sky” – 224 stig
- Kýpur: Tamta – “Replay” – 218 stig
- Svíþjóð: John Lundvik – “Too Late For Love” – 191 stig
- Aserbaijan: Chingiz – “Truth” – 123 stig
- Ísland: Hatari – “Hatrið mun sigra” – 114 stig
- Rússland: Sergey Lazarev – “Scream” – 106 stig
- Grikkland: Katerine Duska – “Better Love” – 89 stig
En viti menn, Ísland komst inn á topp 10 í ár!
Af 44 klúbbum fékk framlag okkar Íslendinga stig frá hvorki meira né minna en 24 klúbbum, sem er rétt hnífsoddi meira en helmingur klúbbanna. Einn klúbburinn ákvað meira að segja að splæsa tólfunni á okkur og var það sá rússneski. Ætli við getum ekki reiknað með douze points úr rússnesku símakosningunni líka.
Því miður voru ekki öll framlög ársins í ár sem náðu að fanga athygli aðdáenda en 12 lönd fengu engin stig úr kosningunni: Austurríki, Finnland, Georgía, Hvíta-Rússland, Írland, Litháen, Moldóva, Króatía, Rúmenía, Serbía, Svartfjallaland og Þýskaland.
Heildarúrslit
Ítalía – 411 stig
Sviss – 406 stig
Holland – 401 stig
Noregur – 224 stig
Kýpur – 218 stig
Svíþjóð – 191 stig
Aserbaijan – 123 stig
Ísland – 114 stig
Rússland – 106 stig
Grikkland – 89 stig
Spánn – 69 stig
Malta – 64 stig
Frakkland – 25 stig
San Marínó – 23 stig
Slóvenía – 22 stig
Danmörk – 19 stig
Portúgal – 19 stig
Belgía – 17 stig
Norður-Makedónía – 13 stig
Albanía – 10 stig
Armenía – 9 stig
Eistland – 7 stig
Pólland – 7 stig
Tékkland – 6 stig
Bretland – 6 stig
Ísrael – 5 stig
Ástralía – 2 stig
Ungverjaland – 2 stig
Lettland – 2 stig
Í heildina gáfu 3,769 meðlimir atkvæði í OGAE kosningunni. Og nú er bara að bíða og sjá hvort þetta endurspegli á einhvern hátt mat Evrópu, já og Ástralíu, í keppninni í vor.