Blaðamannaspáin fyrir seinna undanúrslitakvöldið

Blaðamannaspáin (uppfærð kl. 15 fimmtudag 8. maí 2014)

Blaðamannaspáin (uppfærð kl. 15 fimmtudag 8. maí 2014)

Jæja, þá eru það seinni undanúrslitin í kvöld og FÁSES.is er með puttan og púlsinum! Í kvöld stíga á stokk 15 lönd og aðeins fimm sitja eftir með sárt ennið. Eins og við sögðum frá á þriðjudaginn er hefð fyrir því að blaðamenn og aðdáendur með passa á Eurovision kjósi í svokallaðri “press voting” um hvaða lög komast áfram upp úr undanriðlum. Við skulum skoða hvað þessi svokölluðu spekingar segja um seinni undankeppnina:

 

1. Grikkland (með 476 stig)

2-.3. Noregur og Ísrael (með 469 stig)

4. Austurríki (með 445 stig)

5. Rúmenía (með 434 stig)

6. Malta (með 413 stig)

7. Írland (með 360 stig)

8.-9. Finnland og Pólland (með 357 stig)

10. Sviss (með 331 stig)

Þá sitja eftir Hvíta-Rússland (með 274 stig), Makedónía (með 218 stig), Litháen (með 157 stig) og Georgía (með 144 stig). Við verðum að segja fyrir okkur að það kemur á óvart að blaðamenn spái ekki Hvíta-Rússlandi áfram – kannski eru kynþokkafullu mjaðmahnykkirnir hans Theo ekki að fara vel í menn?