Duglegir FÁSES-meðlimir í Köben

Davíð með frönsku herramönnunum

Davíð með frönsku herramönnunum

Meðlimum FÁSES er ýmislegt til lista lagt. Þeir kenna Zumba, semja Eurovision-lög, skila meistararitgerð í miðri Eurovision viku og búa til skemmtilegar myndbönd.

Með FÁSES.is og Allt um Júróvisjón í för í Köben eru tveir FÁSES meðlimir, Davíð Lúther Sigurðarson og Eiríkur Þór Hafdal frá Silent viðburðum. Þeir vinna fyrir visir.is og senda frá skemmtileg myndbönd um það sem hæst ber hér í Eurovision brjálæðinu. Endilega skoðið þessi skemmtilegu myndbönd hér.

Polla-Eiríkur með Pollapönk á Söngvakeppni sjónvarpsins

Polla-Eiríkur með Pollapönk á Söngvakeppni sjónvarpsins

 

 

 

 

Hér kemur uppáhaldsmyndband FÁSES.is (aðallega vegna þess að pollarnir fóru ekkert í ræktina á miðvikudagsmorgun, ekki nema maður telji það að dansa á Euroclub á nóttunni sem morgunlíkamsrækt):

Hér er síðan áhugavert viðtal við Carl Espen. FÁSES.is finnst hinn norski smámælti hreimur Carls ótrúlega heillandi. Það skyldi þó aldrei vera að Evrópa hrífist með eins og hún gerði í fyrra þegar berfætt, smámælt Pocahontas var málið. Það er einnig mjög skemmtileg að heyra lagahöfund Silent Storm, Josefin Winther, tala íslensku en hún ku vera góð vinkona John Grant.