Hvar ætlar þú að horfa á seinni undankeppnina? Í bíó?

http://klapptre.is/wp-content/uploads/2014/01/bioparadis-monicavitti.jpg

Fyrir þá sem ekki hafa nein sérstök plön fyrir seinni undankeppnina þá mun Bíó Paradís sýna beint frá henni á bíótjaldi í einum af sölum sínum. Þetta var reynt á fyrri undankeppninni á þriðjudaginn og gekk að sögn aðstandenda ljómandi vel og var að þeirra sögn það næstbesta á eftir því að vera í salnum í Köben!

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir en FÁSES fær þó sérstaklega góðar móttökur því meðlimum býðst sérstakt tilboð í sjoppunni/á barnum:

* Miðstærð af poppi og gosi á 500 kr.
* Pilsner Urquell 500 kr.
* Léttvín á 800 kr.

Það eina sem þú þarft að gera er að sýna nýju FÁSES-næluna sem barst í pósti með fréttabréfinu.

Svo er happy hour frá kl. 17.00-19.30 og tveir bjórar á 800 kr.