Síðustu árin hefur skapast skemmtilegt hefð fyrir því aðdáendur sem sækja Eurovision keppnina hafi sinn sérstaka skemmtistað. Í ár hefur Huset KPH (Rådhusstræde 13) orðið fyrir valinu. Hægt er að festa kaup á armbandi sem gildir alla Eurovision-vikuna en einnig er hægt að kaupa sig inn á hvert kvöld. Meira um það hér.
Dagskráin á Euro Fan Cafe er mjög fjölbreytt og eitthvað að gerast á hverju kvöldi. Haldin eru fjölsótt pub-quiz, plötusnúðar spila dansvæna Eurovision tónlist og boðið er upp á Eurovision karaoke (sem hefur verið sérlega vinsælt meðal FÁSES-liða). Til að nefna einhverja hápunkta í dagskránni þetta árið má t.d. benda á spjallviðburð með Ralph Siegel (heyrst hefur að hin þýska Nicole verði á staðnum) og tónleikar með Emmelie de Forest í kvöld, 3. maí. Annað kvöld mun maltneska dívan Chiara troða upp og . Miðvikudagskvöldið 7. maí er síðan fræða OGAE International Party sem enginn OGAE meðlimur má missa af. Að lokum má benda á að fimmtudaginn 8. maí verður danskt kvöld og lofa Euro Fan Café liðar óvæntum gesti – spennó!
Heimasíðu Euro Fan Cafe má finna hér og þar er að finna allar upplýsingar um dagskrá og miðasölu. Euro Fan Cafe er á líka á facebook.