Úthlutun miða, skírteina og fréttabréfa í Köben

03042014 001
FÁSES mun úthluta miðum til þeirra sem keyptu aðdáendapakka, OGAE-skírteinum, Fréttabréfi FÁSES 2014 og splunkunýjum barmmerkjum í Kaupmannahöfn á Euro Fan Cafe (Huset KPH) sem hér segir:
  • Mánudaginn 5. maí kl. 16-18
  • Þriðjudaginn 6. maí í FÁSES-hittingnum kl. 16
  • Fimmtudaginn 8. maí kl. 16-18

Ef þið komist alls ekki á ofangreindum tímum hafið þá samband með því að senda póst á ogae.iceland@gmail.com og við reynum að greiða úr vandanum.