Euroclub 2014 – Vega

vega

Eins og flestir aðdáendur Eurovision keppninnar kannast vel við er sérstakur skemmtistaður útnefndur Euroclub ár hvert. Í ár er það Vega sem orðið hefur fyrir valinu og er sá tónleikastaður eflaust vel kunnugur Íslendingum. Vega er staðsett á Vesturbrú, sjá kort, og er auðvelt að lofa stanslausu fjöri í öllum fimm sölu staðarins hvert kvöld. Erfitt hefur verið að komast inn á Euroclub án þess að hafa passa en í ár er boðið upp á að kaupa eins dags armbönd þar inn. Þau verður hægt að kaupa samdægurs í Tourist Information (outside), Vesterbrogade 4A, á bilinu kl. 14.00-16.00. Armböndin kosta 100 DKK og eru tveir drykkir innifaldir.

Dagskrá Euroclub er metnaðarfull eins og fyrri árin. Á hverju kvöldi verða sérstök Eurovision pub-quiz og óhætt að mæla með þeim fyrir þá allra hörðustu! Þeir sem ekki náðu miða á keppnirnar sjálfar geta horft á báðar undankeppnirnar og lokakeppnina á risaskjá á Euroclub. Til að nefna einhver hápunkta í dagskránni má geta þess að í kvöld, 3. maí, munu norrænu flytjendurnir troða upp, sunnudagskvöldið 4. maí verður haldið Eftirpartý eftir opinberu opnunarhátíð Eurovision. Þar mun Basim hinn danski troða upp ásamt dásamlegu dragdrottningunni Conchita Wurst. Eftir fyrstu undankeppnina mun Malta koma fram ásamt Kristu Siegfrieds sem keppti fyrir Finna í Malmö í fyrra. Rúsínan í pylsuendanum er síðan eftir aðalkeppnina sjálfa en þá er hefð fyrir því að sigurvegari Eurovision syngi sigurlagið á Euroclub.