Amor framlag Íslands í Second Chance keppninni 2014!

Á hverju ári geta aðdáendaklúbbar sem tilheyra OGAE samtökunum kosið milli þeirra laga sem ekki urðu fyrir valinu sem framlag heimalands síns í Eurovision keppninni þess árs. Staðreyndin er því sú, að þrátt fyrir að einungis einn flytjandi sé valinn til þess að taka þátt í hinni stóru keppni, eiga allir hinir enn séns á að vinna – nefnilega í Second Chance keppninni.

Second Chance keppnin var fyrst sett á fót árið 1987 af OGAE samtökunum. Hún hefur vaxið og dafnað síðan og nú geta aðdáendur fylgst með kosningunni og stigagjöf hvers OGAE klúbbs á Netinu. Fljótlega eftir að Eurovision keppnin sjálf er afstaðin fer Second Chance keppnin fram. Þá hefur hver aðdáendaklúbbur áður valið eitt lag, sem tók þátt í undankeppni heimalands síns, sem fulltrúa sinn í Second Chance keppninni. OGAE-klúbbarnir kjósa svo á milli þeirra framlaga sem hver klúbbur hefur tilnefnt og gefa hverju framlagi stig eftir hinni hefðbundnu eurovision stigagjöf.

H2-702069935

FÁSES meðlimir kusu um það lag sem þeim fannst helst eiga skilið annað tækifæri í Eurovision-heiminum. Það gleður okkur í FÁSES sérstaklega mikið að lagið sem kosið var sem framlag Íslands í Second Chance keppninni í ár er lagið AMOR en lag og texti eru eftir Hauk Johnson. Lagið var flutt eftirminnilega af Ásdísi Maríu Viðarsdóttur í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í vetur. Lagið hlaut 28 atkvæði í kosningunni. Í öðru sæti var lagið Eftir eitt lag sem flutt var af Grétu Mjöll Samúelsdóttur (höfundar lags og texta eru Ásta Björg Björgvinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir) með 22 atkvæði. Í þriðja sæti var svo lagið Lífði kviknar á ný sem Sigríður Friðriksdóttir flutti (höfundur lags og texta Karl Olgeir Olgeirsson) með 8 atkvæði. Þá hlaut lagið Þangað til ég dey með F.U.N.K. strákunum tvö atkvæði.

 greta   siggae

Gaman er að geta þess að árið 2011 sigraði Jóhanna Guðrún Second Chance keppnina fyrir Íslands hönd með laginu Nótt sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins það ár en Jóhanna Guðrún hefur notið gríðarlegra vinsælda í Evrópu eftir þátttöku sína í Eurovision árið 2009 þegar hún landaði Íslandi besta árangri sínum til þessa eða öðru sætinu. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig Amor muni koma til með að ganga í Second Chance keppninni í ár. Við flytjum ykkur frekari fregnir af keppninni þegar þær liggja fyrir. En nú fyrst – Köben!