Partývaktin, vol I: Pökkuð dagskrá á Euroclub

FÁSES.is skellti sér á Euroclub í gærkveldi og eftir smá vesen með shuttle businn (þeir eru svolítið mikið fyrir að breyta hvar á stoppa á leiðinni, en hver þiggur ekki skoðunarferð um Kaupmannahöfn á hverju kvöldi?) var komið að Vega sem hefur verið útnefndur Euroclub þetta árið. Vega er í nokkurs konar félagsheimilastíl og hentar vel sem Euroclub með mörgum sölum og hæðum. Dagskráin var pökkuð þetta kvöld og steig Sanna Nielsen fyrst á stokk.

Svíþjóð

Það er skemmst frá því að segja Sanna er gjörsamlega með þetta. Eins og einhver sagði í gær: „She is ouzing with confidence!“ Sanna er svo sannarlega búin að bíða lengi eftir sínu tækifæri og hún er með bensínið í botni og stefnir á að vinna þetta. FÁSES.is hefur þó haft veður af ákveðnum fordómum í garð hins steríótýpíska útlits hennar en vill minna á boðskap Pollanna okkar: Burtu með fordóma! Sanna var í stuði og tók syrpu með öllum Melodifestivalen lögunum sínum ásamt því að taka Undo óaðfinnanlega. Öll sænska sendinefndin var mætt á Euroclub og eftir tónleikana hennar Sönnu mátti sjá að þau héldu stuttan stöðufund og hurfu síðan á brott. Þetta er greinilega allt útpælt hjá Svíunum og FÁSES.is bíður spennt eftir næsta skrefi hjá þeim.

Noregur

Carl Espen steig næst á stokk og það verður að segjast að það er einhver skjálfti í honum – kannski er þetta júróvisjón brjálæði bara of mikið fyrir eyjaskeggjann? Carl byrjaði á því að syngja Silent Storm og vatt sér síðan í White Stripes lag.Malta

Malta var næst á svið og það er augljóst að þeim finnst ofsalega gaman að vera komin til Kaupmannahafnar að skemmta fólki. Þau tóku nokkur þekkt popplög í syrpu, m.a. eitt með Lady Gaga. Eftir tónleikana þeirra og nokkurra annarra flytjenda var viðstöddum boðið upp á myndatöku með hópnum. Þetta nýttu margir sér og almennt var mikil ánægja með þessa nýjung á Euroclub.

 

 

Þá var komið að Tijönu frá Makedóníu. Hún hefur kröftuga sviðsframkomu og bar að sjálfsögðu stóru gleraugun sem eru orðin einkenni hennar hér í Eurovision landi. Það var mikill léttir fyrir FÁSES.is að hún skyldi ekki mæma og kom söngurinn ágætlega út hjá henni. Euro-klúbbarar tóku vel undir þegar hún tók lagið sitt To the Sky.Makedónía

Hin írska Can-Linn frá Írlandi í ákaflega þröngum kjól var næst á svið. Söng hún lag sitt Heartbeat og tók meira segja dansarana sína með. Það verður að segjast að frammistaða Can-Linn féll í skuggann af hinum keppendunum og tók FÁSES.is pissupásu meðan á tónleikum hennar stóð.Írland

Síðastir á svið voru krúttlegu strákarnir frá Finnlandi sem reyndust vera bara nokkuð harðir rokkarar. Softengine tók nokkur lög af nýrri plötu sinni ásamt keppnislagi Finna í ár Something Better. Það kom FÁSES.is skemmtilega á óvart hve vel spilandi og þétt band Softengine er og það er nokkuð ljóst að þeir eiga framtíðina fyrir sér í músíkbransanum.Finnar