Þá er stóri dagurinn runninn upp. Í kvöld fáum við að vita hver er sigurvegari Eurovision 2019 og verður gestgjafi keppninnar á næsta ári.
Að venju sendum við spurningalista til FÁSES-liða til að kanna hvern þau telja sigurstranglegastan í úrslitum Eurovision. Flestir telja að Holland muni vinna í kvöld og næstflestir telja Ísland standi uppi sem sigurvegari. Í 3. til 5. sæti í könnuninni eru Svíþjóð, Sviss og Ástralía.
- Holland
- Ísland
- Svíþjóð
- Sviss
- Ástralía
Kosningu meðal blaðamanna í Tel Aviv lauk klukkan 14:00 á íslenskum tíma og þar eru Hollendingar í fyrsta sæti, Svíþjóð í öðru, Rússland í þriðja, Ítalía í fjórða og Ísland í fimmta.
Þegar þetta er skrifað klukkan 14:30 er staðan í veðbönkunum þannig að flestir veðja á að Holland vinni. Þar á eftir kemur Ástralía, Sviss, Svíþjóð, Ítalía og Ísland í sjötta sæti.
Ritstjórn FÁSES.is óskar ykkur öllum góðrar skemmtunar í kvöld! Sama hvernig þetta fer allt saman þá er eitt víst að þetta verður gott sjónvarp.