Tamara verður stolt Makedóna


Norður-Makedónska ríkissjónvarpið hefur valið Tamöru Todevska til að flytja lagið Proud í Eurovision í Tel Aviv. Tamara er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist, hefur komið fram á sviði frá 6 ára aldri og á að baki marga hittara og tvær sólóplötur. Hún kemur úr sannkallaðri tónlistarfjölskyldu; móðir hennar er óperusöngkona við makedónsku óperuna, faðirinn prófessor við tónlistarakademíuna í Skopje og systir hennar Tijana Dapcevic. Tijana tók einmitt þátt í Eurovision í Kaupmannahöfn 2014 þar sem Tamara var einmitt ein af bakröddunum.

Tamara var einnig í bakröddum árið 2004 og hluti af tríóinu Tamara, Vrčak and Adrijan árið 2008 (þar misstu þau rétt svo af sæti í úrslitum fyrir Charlotte Perelli og laginu Hero). Lagið Proud er eftir Robert Bilbilov, Lazar Cvetkoski og Darko Dimitrov og textinn er eftir Kosta Petrov og Sanja Popovska. Tamara tileinkar lagið tveimur börnum sínum og öllum sem berjast fyrir draumum sínum. Lagið var gefið út 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna til að fagna konum og styrkleikum þeirra.

Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía, nú Norður-Makedónía, hóf þátttöku í Eurovision árið 1998. Þeirra besti árangur er 12. sæti sem Elena Risteska náði með Ninanajna í Aþenu árið 2006. Norður-Makedónum hefur því miður ekki gengið sérstaklega vel síðustu ár og hafa bara einu sinni á síðustu 10 árum komist í úrslitakeppnina. Það var í Baku árið 2012 þegar hin goðsagnakennda Kaliopi náði 13. sætinu með laginu Crno I Belo.