Spá FÁSES meðlima fyrir fyrri undankeppni Eurovision 2018


Að venju efndi FÁSES.is til skoðanakönnunar meðal meðlima FÁSES um hvaða 10 lönd félagsmenn telji að komist áfram í úrslit.

Löndin sem fengu flest atkvæði í kosningunni eru í stafrófsröð:

Aserbaídsjan: Aisel „X my Heart“
Austurríki: Cesár Sampson „Nobody but you“
Belgía: Sennek „A Matter of Time“
Búlgaría: Equinox „Bones“
Eistland: Elina Nechayeva „La Forza“
Finnland: Saara Aalto „Monsters“
Grikkland: Yianna Terzi „Oniro Mou“
Ísrael: Netta „Toy“
Kýpur: Eleni Foureira „Fuego“
Tékkland: Mikolas Josef „Lie to me“

FÁSES meðlimir eru sammála veðbanka Eurovisionworld.com um átta af tíu löndum. Eins og staðan er þegar þetta er ritað þá eru Armenía og Litháen á leiðinni í úrslit samkvæmt veðbönkunum í stað Aserbaídsjan og Finnlands.