Nei við skildum sko ekki Júró-Gróuna eftir heima á Íslandi heldur pökkuðum henni að sjálfsögðu niður með Reykjavodkanu og glimmerbuxunum í handfarangurinn – hún er jú mjög mikilvægur hluti af öllu Eurovision ferlinu.
Marija Šerifović sem vann fyrir Serbíu með Molitva árið 2007 og Slavko Kalezic keppandi Svartfjallalands í ár eru sögð hafa átt í ástarsambandi. Þá áður en hún kom út úr skápnum? Bíddu er hann ekki samkynhneigður? Það vakti athygli á blaðamannafundi þegar blaðamaður spurði Slavko hvort þau væru enn í sambandi. Þessu var Slavko fljótur að neita og bað um næstu spurningu strax.
Norðmenn hafa fengið leyfi EBU til að hafa elektrónísku röddina (voice sampling) í millikaflanum í laginu á playbacki. Það verða að teljast talsverðar fréttir þar sem hingað til hefur þurft að flytja allar raddir á Eurovision sviðinu sjálfu. Böggur fylgir þó skammrifi því sögunni fylgir einnig að ef eitthvert þátttökuland kvartar þá verður ákvörðunin tekin til endurskoðunar. Enn er mikið rætt um notkun autotune í beinni útsendingu hér á göngunum í Eurovision höllinni í Kænugarði.
Og meira úr norsku herbúðunum. Það lítur út fyrir að JOWST frá Noregi hafi dissað myndbandið við búlgarska lagið á Twitter og sagt það líkjast of mikið myndbandi við lagið Iron eftir Woodkid. Æi það er nú aldrei smart að setja út á aðra keppendur – vonum bara að JOWST hafi verið að gera góðlátlegt grín að líkindum myndbandanna tveggja.
Æfing Belgíu á sunnudaginn olli mörgum vonbrigðum. Samtal við föður hennar Blanche leiddi í ljós að ekki verða miklar breytingar á sviðsetningu lagsins og fannst aðstandendum lagsins æfingin hafa gengið vel. Það er því fullkomlega óljóst hvort Blanche nái þeim árangri sem veðbankar spáðu fyrir keppni.
Maltneska söngkonan Claudia Faniello er samkvæmt öruggum heimildum 29 ára gömul. Á sviðinu lítur hún út fyrir að vera 49 ára – hvað gerðist eiginlega?