Partývakt FÁSES skellti sér í opnunarpartý Eurovision á Eurclub síðasta sunnudagskvöld. Þar tróðu upp hin búlgarska Poli Genova og hin austuríska Zoë á stóra sviðinu og Christer Björkman og Krista Siegfrids slógu um sig á dansgólfinu með spænskum flamengo-sporum. Partývakt FÁSES ætlaði að skella sér í Eurovision karaoke en allt kom fyrir ekki – ekkert var Eurovision karaokeið (hvað er það!). En Partývaktin fékk þó eitthvað fyrir sinn snúð, ef svo mætti kalla, því Serhat kom og heillaði gesti og gangandi upp úr skónum og tók selfie með öllum sem vildu. Partývakt FÁSES bar síðan bækur sínar við stöllurnar Astrid og Guri á Good Evening Europe (þær eru bestar – mælum með síðunni þeirra). Í lok kvölds tók Partývaktin eina úr San Marinó föruneytinu í kennslustund í flutningi hins guðdómlega Eurovision lags Nínu undir dyggri stjórn Íslendinga á svæðinu.
Á mánudagskvöld hverrar Eurovision viku halda Ísraelar brjálað partý og að sjálfsögðu lét Partývakt FÁSES sig ekki vanta. Boðið var upp á hefðbundnar ísraelskar veitingar, hummus og pítubrauð og alls konar gúmmelaði, og sturlað góða tónleika á stóra sviðinu á Euroclub. Þar komu fram Poli frá Búlgaríu, Ísraelinn Hovi Star að sjálfsögðu, hin austurríska Zoë, sjarmatröllið Amir frá Frakklandi, Ivan frá Hvíta- Rússlandi, Rykka frá Sviss og Eneda frá Albaníu. Sérlegur hirðljósmyndari FÁSES.is, Ýrr Geirsdóttir, var á staðnum og tók þessar frábæru myndir.
- Þá kemur Christer Björkman!
- Krista í miklu fjöri.
- Glæsileg saman!
- Poli átti ekki í vandræðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum!
- Þessir voru teknir upp á svið til að dansa við Golden boy, framlag Ísraela í Eurovision 2015.
- Eneda frá Albaníu setti upp viðeigandi höfuðfat.
- Rykka frá Sviss var í áhugaverðum fatnaði.
- Ivan frá Hvíta-Rússlandi greip blikkljósagleraugu frá einum áhorfandanum.
- Ísraelarnir dreifðu allskonar dóti – gaman að þessu!
- Eigum við að ræða hvað FÁSES.is er með færan ljósmyndara í Stokkhólmi?
- Hinn franski Amir er sjarmatröll mikið.
- Zoë frá Austurríki sprengdi næstum þakið af húsinu svo mikil voru fagnaðarlætin!
- Hovi Star frá Ísraeli er svo sannarlega stjarna.
- Poli Genova treður upp í ísraelska partýinu.