Undankeppnir Eurovision: Konstantin spjallar við FÁSES um Unser Lied für Stockholm

konstÍ algleymingi forkeppna fyrir Eurovision fékk FÁSES.is nokkra erlenda aðdáendur í spjall um undakeppnir þeirra landa. Nú er komið að Konstantin Ohr en hann býr í Köln í Þýskalandi en hann er m.a. þekktur fyrir að taka að sér Eurovision DJ-störf á Eurovision og víðsvegar um heiminn fyrir aðdáendaklúbba.

Hvernig fannst þér Unser Lied für Stockholm?

Mér finnst uppsetning þýsku undankeppninnar undanfarin ár mjög góð; þ.e. bæði reynsluboltar úr tónlistarheiminum og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref keppa með ólíkum lögum. Ég er sérstaklega hrifinn af kynnum keppninnar – frábært að fá uppstandara eins og Anke Engelke or Barbara Schöneberger til að kynna keppnina. Ég vildi bara að þeir skipuleggðu Under Lied um helgi en ekki á fimmtudagskvöldi! Að mínu mati sýnir þetta að þýska ríkisútvarpið, ARD, tekur keppnina ekki nógu alvarlega. Það væri líka hægur leikur að hafa keppnina í þrjár vikur, með tveimur undanúrslitakvöldum og úrslitakvöldi eins og undankeppnir eru skipulagðar í mörgum löndum. Vissulega eru hæfileikarnir til staðar – og hví ekki að nýta sér þá?

Hverjir voru sterkustu keppendurnir í ár?

Það voru auðvitað Avantasia (platan þeirra er í 2. sæti þýska listans), Jamie-Lee (sigurvegari The Voice 2015) og Gregorian (eiga mjög stóran hóp alþjóðlegra aðdáenda).

Hvernig fannst þér úrslitin?

Sigur Jamie-Lee kom ekkert á óvart og hún var í uppáhaldi hjá mér svo ég er býsna ánægður. En eftir að hafa séð úrslitin live hefði Gregorian verið betri kostur, sviðsframkoman þeirra var góð, söngurinn gallalaus (að minnsta kosti í höllinni í Köln) og ég held að Þýskaland hefði þá að einhverju leyti staðið upp úr í keppninni í Stokkhólmi.

Heldur þú að þýska laginu eigi eftir að ganga vel í Stokkhólmi?

Ég held að „Ghost“ muni eiga erfitt uppdráttar í Svíþjóð – þetta er gott lag, en það vantar hækkun eða eitthvað twist í lagið. Að þessu sögðu, þá er þetta gott framlag, vel sungið og lag sem við getum verið stolt af alveg sama hvar það endar á stigatöflunni.

Hver er besta undankeppnin fyrir Eurovision?

Það eru nokkrar undankeppnir sem hafa þróast ár frá ári og eru mjög góð show. Til dæmis finnst mér A Dal í Ungverjalandi sérlega skemmtileg, hún er fagleg og fjölbreytt. Söngvakeppnin á Íslandi sýnir vel þjóðlegan karakter í nútímalegum búningi. Eesti Laul er líka mjög góð – tilraunakennd og með skapandi blæ yfir sér. Svo auðvitað Melodifestivalen því það er RISA show með kaldhæðnum og skemmtileg kynnum og auðvitað mjög góðum skemmtiatriðum.

Hvernig finnst þér íslenska framlagið í ár, Hear them calling?

Ég er mjög ánægður með íslenska framlagið í ár til að vera alveg hreinskilinn! Það er fullt af orku, með þjóðlegu ívafi (sem betur fer ekkert bónað plast hér), og frábærri sviðsframkomu með skuggadönsum sem ég vona að Greta og teymið hennar taki með sér til Stokkhólms. Það eina sem ég myndi breyta er tungumálið – íslensk lög þurfa ekki enska tungu. Lögin myndu meira að segja skína meira væru þau á þessu fallega íslenska tungumáli.  Allavega taka áhorfendur Eurovision ekki svo vel eftir enskum textum svo að mínu mati hefði ekki átt að breyta tungumáli lagsins. En fyrir utan það er ég mjög hamingjusamur með íslenska lagið og býst við að það verði í topp tíu í úrslitum Eurovision í ár (ég myndi giska á 7.-8. sæti svona í snarheitum!).