Undankeppnir Eurovision: Petter spjallar við FÁSES um Melodi Grand Prix í Noregi

petterMitt í undankeppnisEurovisionvertíðinni tekur FÁSES.is púlsinn á nokkrum aðdáendum úti í heimi. Næstur er Petter Høistad frá Noregi en hann er reglulegur gestur aðalkeppna Eurovision.

Hvernig fannst þér Melodi Grand Prix í Noregi þetta árið?

Ég vissi upp á hár að mér myndi líka keppnin í ár en hún kom samt skemmtilega á óvart! Ég hugsaði meira að segja á meðan opnunaratriði keppninnar stóð að loksins hefði NRK lært eitthvað af Svíum – því þetta var gjörsamlega eurotastic! Heilt yfir hafði MGP hátt skemmtanagildi, sérstaklega með Silya sem kynni og Eurovision gestum eins og Kate Gulbrandsen sem fluttu lögin sín. Þrátt fyrir þetta er ég sammála öðrum sem hafa gagnrýnt NRK fyrir að gefa ekki keppendum MGP færi á að kynna sig í sjónvarpi fyrir og eftir keppnina sjálfa. Ég er þó mjög ánægður með að þeir gáfu loks eftir og settu lögin á hina ýmsu spilunarlista.

Hverjir voru sterkustu keppendurnir í ár?

Þegar lögin voru gefin út allra fyrst fannst mér þau öll vera í meðallagi. Með tímanum stóðu þó Agnete (öðru nafni Aggie) upp úr og mér fannst augljóst að hún myndi vinna. Ég spáði The Hungry Hearts ft. Lisa Dillan, Laila Samuels og Freddy Kalas áfram með Agnete í gullkeppnina (en svo kallast fjögurra laga “einvígi” þeirra Norðmanna). Ég vonaðist þó eftir að Suite 16 kæmist í gullkeppnina í stað Laila Samuels.

https://www.youtube.com/watch?v=QduFugfDrEM

Hvernig fannst þér úrslitin?

Þar sem ég vonaðist eftir sigri Aggie var ég mjög sáttur með úrslitin – og sérstaklega ánægður með að Noregur myndi ekki senda enn eina leiðinlega ballöðu (en ég er enginn sérstakur aðdáandi þeirra). Ég hefði samt verið til í að sjá breytingar á stigagjöfinni til að gera hana meira spennandi alveg til enda. Ég væri líka mjög til í kosningaapp (eins og þeir hafa í Melodifestivalen!).

https://www.youtube.com/watch?v=GTQWGlzie7M

Heldur þú að norska laginu gangi vel í Stokkhólmi?

Já! Þó þetta líti núna út fyrir að vera svona miðlungs-Eurovision ár held ég að Icebreaker verði í efstu tíu sætunum. Að mínu mati stendur lagið fyllilega samanburð við þau lög sem þegar hafa verið valin.

Hver er besta undankeppnin fyrir Eurovision?

Verandi algjör schlager-drottning verð ég að segja sænska Melodifestivalen. Sú keppni er einhvern veginn allt Eurovision og ég elska hana! Mello er hinn eini sanni skemmtanapakki – full af fjölbreyttum lögum fyrir alla, skemmtilegum kynnum, húmor og fjölbreyttum og mjög oft fáranlega sniðugum skemmtiatriðum. Plís ekki leggja fæð á mig fyrir það sem kemur núna þar sem ég er mikill aðdáandi Íslands en Söngvakeppnin þetta árið samanborið við Mello og MGP var mikil vonbrigði. Þar sem ég skil enga íslensku kom þetta út eins og langdreginn umræðuþáttur í sjónvarpi með nokkrum mjög skrýtnum lögum annað veifið.

Hvernig líst þér á íslenska framlagið í ár, Hear them calling?

Til hamingju Ísland! Ég heyri raddirnar… *pointed finger* Greta, þú hefðir átt að halda laginu á íslensku! Þrátt fyrir það: Ísland, you are the one, your’re my number 1. Let’s meet next year in Iceland (well if not in Oslo!).