FÁSES kosning 2016: Bestu og verstu búningarnir

fasesLogo_png_tinyÍ tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision blés FÁSES til allsherjarkosningar meðal félagsmanna sinna um hvað þeim fannst um hitt og þetta í Söngvakeppni Sjónvarpsins og þátttöku Íslands í Eurovision. Kosningin fór fram dagana 25. janúar til 4. febrúar sl. og þátttakan var mjög góð eða 39%.

Kosningin var í tveimur hlutum. Við hverja spurninga voru gefnir nokkrir möguleikar en einnig var valmöguleiki að setja eigið svar. Fyrri hlutinn fjallaði um Söngvakeppni Sjónvarpsins og sá seinni um þátttöku Íslands í Eurovision. Spurt var meðal annars um besta og versta lagið sem keppt hefur í Söngvakeppninni, bestu og verstu búningana í keppninni, bestu söngvakeppnina í heild sinni ásamt fleiru eins og besta kynninn og bestu þulina.

Eftir að hafa farið yfir þætti á borð við verstu lögin og herra og frú Söngvakeppni, er komið að þeim þætti sem á hverju ári verður að vinsælasta umræðuefninu á vinnustöðum landsins; búningar keppenda.

Í kosningunni var annars vegar spurt um bestu og verstu búningana í Söngvakeppninni og hins vegar um bestu og verstu búninga íslensku keppendanna í Eurovision. Við byrjum gamanið á því að fara yfir búningana í Söngvakeppninni.

Bestu búningarnir í Söngvakeppninni

Að mati FÁSES-meðlima var það hvorki meira né minna en hinn eini sanni 80’s silfurbúningur Eiríks Haukssonar úr Söngvakeppninni 1986.

Screen Shot 2016-02-17 at 21.58.09

1. sæti – Eiríkur Hauksson 1986

Í öðru sæti lentu Dr. Spock og gulu hanskarnir frá árinu 2008. Í þriðja sætinu lentu svo hátíðarbúningar Botnleðju frá árinu 2003.

Dr.Spock

2. sæti – Dr. Spock 2008

botnleðja

3. sæti – Botnleðja 2003

Þó nokkrir búningar voru nefndir undir valinu ‘annað’ og voru það hinir litríku Pollapönkarar sem stóðu þar upp úr, þótt þeir hafi ekki komist inn á topp 3.

Aðrir búningar sem voru nefndir voru meðal annars hvíti samfestingurinn hennar Hildar í Sunday frá 2015, hvíti kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar frá 2009 og 80’s dásemdin sem Módel klæddist árið 1987.

Verstu búningarnir í Söngvakeppninni

Þegar kemur að verstu búningunum voru það beru bringurnar og níðþröngi kattarkonu-samfestingur Mercedes Club hópsins, en hlutu þau tæplega 30% atkvæða og nokkuð afgerandi kosningu.

Merzedes Club

1. sæti – Merzedes Club 2008

Í öðru sæti lenti brúni kjóllinn hennar Höllu Margrétar frá árinu 1987, með 21% atkvæða. Í þriðja sætinu lenti svo tútú-kjóllinn sem Silvía Nótt klæddist árið 2006. Fast á hæla Silvíu lentu svo blómamunstruðu jakkarnir og gallabuxurnar sem Sigga og Grétar klæddust árið 1990.

Halla Margrét

2. sæti – Halla Margrét 1987

Silvía Nótt-Söngvakeppnin

3. sæti – Silvía Nótt 2006

Stjórnin

4. sæti – Sigga og Grétar 1990

Snúum okkur nú að stóra sviðinu í Eurovision.

Bestu búningarnir í Eurovision

Kosningin um bestu búningana var æsispennandi barátta á milli rauða kjólsins hennar Siggu Beinteins frá 1990 og bláa kjólsins hennar Jóhönnu Guðrúnar frá 2009. Endaði kosningin þannig að blái kjóllinn rétt marði þann rauða, með aðeins 7 atkvæðum. Þriðja sætið hlutu svo silfur/hvítu búningar ICY-tríósins frá 1986.

Jóhanna Guðrún-blái kjóllinn

1. sæti – Jóhanna Guðrún og blái kjóllinn 2009

sigga rauði kjóllinn

2. sæti – Sigga og rauði kjóllinn 1990

ICY

3. sæti – ICY-tríóið 1986

Nokkur samstaða virðist hafa verið á meðal FÁSES meðlima um bestu búningana, þar sem þessi þrjú atriði hlutu samtals 80% atkvæða. Nokkrir aðrir búningar fengu þó atkvæði, þar á meðal búningur Páls Óskars frá 1997, litríku jakkaföt Pollapönkaranna frá 2014 og jakkarnir sem Vinir Sjonna klæddust árið 2011.

Verstu búningarnir í Eurovision

Keppnin um verstu búningana var ekki minna spennandi en sú um bestu búningana. Þar stóð baráttan á milli hvíta pilsins og bleika náttkjólsins sem Einar og Thelma klæddust árið 2000 annars vegar og naflabuxnanna hans Daníels Ágústar frá 1989 hins vegar. Endaði kosningin þannig að Einar og Thelma rétt mörðu sigurinn með 5 atkvæða mun.

EInar og THelma

1. sæti – Einar og Thelma 2000

 

Screen Shot 2016-02-17 at 23.31.44

2. sæti – Daníel Ágúst 1989

Þriðja sætið hreppti Aladdín-stuttbuxna-hettu-samfestingurinn hennar Selmu frá 2005. Í fjórða sæti lenti svo bleiki prinsessukjóllinn hennar Maríu Ólafs frá 2015.

Selma 2005

3. sæti – Selma 2005

maría ólafs

4. sæti – María Ólafs 2015