FÁSES kosning 2016: Herra og Frú Söngvakeppni sjónvarpsins

fasesLogo_png_tinyÍ tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision blés FÁSES, Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, til allsherjarkosningar meðal félagsmanna sinna um hvað þeim fannst um hitt og þetta í Söngvakeppni Sjónvarpsins og þátttöku Íslands í Eurovision. Kosningin fór fram dagana 25. janúar til 4. febrúar sl. og þátttakan var mjög góð eða 39%.

Kosningin var í tveimur hlutum. Við hverja spurninga voru gefnir nokkrir möguleikar en einnig var valmöguleiki að setja eigið svar. Fyrri hlutinn fjallaði um Söngvakeppni Sjónvarpsins og sá seinni um þátttöku Íslands í Eurovision. Spurt var meðal annars um besta og versta lagið sem keppt hefur í Söngvakeppninni, bestu og verstu búningana í keppninni, bestu söngvakeppnina í heild sinni ásamt fleiru eins og besta kynninn og bestu þulina.

FÁSES.is hefur þegar fjallað um verstu lögin sem valin voru, eftirminnilegasta flytjandann og besta íslenska þulinn. Núna er komið að sykursætu en ævinlega klassísku skólakosningunni – Herra og Frú Söngvakeppni sjónvarpsins.

Þau taka sig vel út - herra og frú Söngvakeppni

Þau taka sig vel út – herra og frú Söngvakeppni (samsett mynd: Ísak Pálmason).

Herra Söngvakeppni: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Herra Söngvakeppni: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Herra Söngvakeppni Sjónvarpsins var æsispennandi kosning en Eiríkur Hauksson og Friðrik Ómar börðust um titilinn. Að lokum marði Friðrik Ómar Eirík með einu atkvæði! Björgvin Halldórsson kom næstur og í 4. sæti var Magni Ásgeirsson. Í 5. sæti var Eyjólfur Kristjánsson. Nokkrir aðrir voru nefndir til sögunnar en þar kom nokkuð á óvart að Páll Óskar var oftast nefndur eða alls sex sinnum en hann hefur aldrei tekið þátt í Söngvakeppninni (!). Þá voru Jón Jósep Snæbjörnsson og Pétur Örn Guðmundsson báðir nefndir þrisvar.

2. sæti: Eiríkur Hauksson

2. sæti: Eiríkur Hauksson

Björgvin Halldórsson

3. sæti: Björgvin Halldórsson

4. sæti: Magni Ásgeirsson

4. sæti: Magni Ásgeirsson

Frú Söngvakeppni: Sigríður Beinteinsdóttir

Frú Söngvakeppni: Sigríður Beinteinsdóttir

Frú Söngvakeppni Sjónvarpsins var ekki nálægt því eins spennandi og milli karlanna því Sigga Beinteins hlaut afgerandi kosningu eða tæplega 42% atkvæða. Næst á eftir var Regína Ósk með tæplega 20% atkvæða. Hnífjafnar í 3.-4. sæti voru þær Erna Hrönn og Helga Möller. Í 5. sæti var Sigrún Eva Ármannsdóttir. Einungis fimm aðrar voru nefndar í kosningunni en það voru þær Jóhanna Guðrún (4 sinnum), Selma (3 sinnum) en hún tók aldrei þátt í Söngvakeppninni frekar en Páll Óskar!, Guðrún Gunnars (2svar) og Hera Björk og Ágústa Eva (1 sinni).

2. sæti: Regína Ósk Óskarsdóttir

2. sæti: Regína Ósk Óskarsdóttir

 

eho

3-.4. sæti: Erna Hrönn Ólafsdóttir

 

3-4. sæti: Helga Möller

3-4. sæti: Helga Möller