Júró-Gróa: Vol. II

Júró-GróaHeyrst hefur að hollenska Trijntje sé með stjörnustæla við blaðamenn hér í Vín og setji sig á háan hest. Alltaf eitthvað bölvað vesen á þessum Hollendingum (allir muna nú eftir dramanu í hollensku fjölmiðlunum í fyrra þegar uppgötvaðist að karlkynshelmingur Common Linnets stundaði vændishús af kappi).

Það vekur athygli að Måns talar smá íslensku. Enn meiri athygli vekur að sú setning sem hann kann er „Reykingar drepa“. Júró-Gróa veltir því fyrir sér af hverju hann sé svona vel að sér í tóbaksvörnum á íslensku.