Er ég að missa af einhverju? Af Eurovision í netheimum.

ESC2015_on_light (2)Tilfinning sem grípur eflaust alla Eurovision aðdáendur þegar Eurovision – vertíðin stendur sem hæst: Er ég nokkuð af missa af einhverju? Til að leiða byrjendur og lengra komna í gegnum Eurovision-blogg-hafsjóinn koma hér nokkrar ábendingar til að Júró-hjartað skíni sem skærast í maí:

Allt um Júróvisjón: Fyrsta alvöru íslenska Eurovision aðdáendasíðan. Eyrún og Hildur fara í gegnum öll framlög Eurovision og Söngvakeppnirnar, spá í spilin, fá til sín gesti sem spekúlera í Eurovision, koma með djúsí slúðubanka, áhugaverða tölfræði og margt fleira. Algjört möst inn í vertíðina. Ekki gleyma að læka AUJ á facebook.

Júróvisjón 2015 hópurinn hennar Sigrúnar á Facebook. Hér er um að ræða algjöran gullmola á Facebook sem hefur blómstrað allan síðasta vetur vegna dugnaðar Sigrúnar. Þessa dagana tröllríða alls konar skoðanarkannanir síðuna – hver elskar ekki svoleiðis dót? Endilega biðjið um aðgang – allir eru velkomnir í dýrðina!

María Ólafs á Facebook – eitt af boðorðunum tíu í Eurovision 101 er að læka íslenska keppandann á Facebook.

Söngvakeppnisvefur RÚV  verður að vera í bloggrúntinum til að menn hafi nýjustu fregnir af íslenska keppandanum á takteinunum.

Eurovision.tv er opinber vefur EBU um Eurovision. Þetta er svo beisík stöff að við þurfum ekki einu sinni að nefna það. Þau eru líka með playlista á youtube sem gaman er að renna í gegnum.

EuroVísir – visir.is er að koma sterkur inn í Eurovision-vertíðina með skemmtilegum hlaðvarpsþáttum um allt milli Eurovision-himins og Eurovision-jarðar. Mælum sérstaklega með hlaðvarpsþættinum með Ágústu Evu og Gauki Úlfars!

Wiwibloggs – skemmtilegasta erlenda Eurovision-síðan að margra mati. Beitt og kröftug með gommu af hæfileikaríkum pennum (þar á meðal FÁSES meðlimum).

ESC Radio er Eurovision útvarpsstöð á netinu en einnig er boðið upp á snilldar app í farsímann. Á meðan hlustað er sést nafn flytjanda, heiti lags, ártal og frá hvaða landi það kemur. Algjört æði í Eurovision-vertíðinni, sérstaklega þegar dásamlegu undankeppnirnar eru í gangi frá janúar fram í mars en algjör lífsnauðsyn í EPD (Eurovision-post-depression) á sumrin.

Við þetta má síðan bæta að Júróvisjónguðspjallamennirnir Jóhannes og Markús hafa síðustu laugardaga milli 14 og 16 messað yfir Eurovision-þyrsta söfnuðinum með glæsibrag á Útvarpi Sögu. Það er ekki annað hægt að segja en að Eurovision-gullin leynast víða! Hér er hægt að finna eldri þætti frá þeim guðspjallamönnum.

Fyrir lengra komna og þá sem aldrei aldrei fá nóg af Eurovision fróðleik, spjalli og slúðri mælum við sérstaklega með blogginu þeirra Astrid og Guri – Good Evening Europe – fyndnara Eurovision blogg verður vart fundið! Vilji menn tapa sér í umræðum á Facebook er tilvalið að ganga í grúppur eins og Eurovision Debate,  All Kinds Of Everything, Eurovision Fans United og Eurovison Café. Önnur Eurovision blogg sem skemmtilegt er að skoða eru t.d. ESC Norge, ESC Bubble og ESCKAZ – Eurovision Knowledge from A to Z.

Það er bara að dýfa sér í djúpu laugina og njóta!TH144