Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015: Keppendur kynntir

FÁSES meðlimir hafa setið á sætisbríkinni síðustu vikur og beðið eftir að RÚV tilkynnti um höfunda laga og flytjendur þeirra í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015. Í dag var loks blásið til blaðamannafundar þar sem Söngvakeppnin ástkæra var kynnt – og fulltrar fases.is voru að sjálfsögðu á staðnum.

Blaðamannafundur 8. janúar 2015

Undankeppnir Söngvakeppninnar fara fram 31. janúar og 7. febrúar næstkomandi en úrslitakvöldið verður haldið laugardaginn 14. febrúar. Háskólabíó er staðurinn (algjör bömmer að vera ekki í Hörpunni þar sem hún tekur fleiri í sæti) og að sögn kunnugra býðst almenningi pakkadíll á allar þrjár keppnirnar þegar miðasala hefst (að öllum líkindum í næstu viku). Safn föngulegra fljóða mun sjá um að kynna Söngvakeppnina – þær Ragnhildur Steinunn, Salka Sól og Gunna Dís.

Þetta eru lög­in 12 sem munu keppa í Söngvakeppninni:

Aldrei of seint

Lag: María Björk Sverr­is­dótt­ir, Marcus Frenell og Sarah Reede

Texti: María Björk Sverr­is­dótt­ir og Regína Ósk Óskars­dótt­ir

Flytj­andi: Regína Ósk

Þetta lag munu erlendir meðlimir FÁSES fíla – þeir elska Regínu út af lífinu! Fases.is spáir sænskuskotnu popplagi – klassík!

Ást eitt augna­blik

Lag og texti: Sveinn Rún­ar Sig­urðsson

Flytj­andi: Stef­an­ía Svavars­dótt­ir

Fastir liðir eins og vanalega – manni líður bara eins og maður sé kominn heim. FÁSES meðlimurinn Sveinn Rúnar heldur uppi heiðri allra sannra Júróvisjón-aðdáenda.

Brotið gler

Lag og texti: Axel Árna­son og Bjarni Lár­us Hall

Flytj­andi: Bjarni Lár­us Hall

Who? Baddi í Jeff Who! Brotið gler eins og í brotið-gler-a-la-Eric-Saade-og-Popular? (frökenar geta nú látið sig dreyma!).

Í viðtali við fases.is sagði Baddi að hann og Axel hefðu verið með tilbúið lag á ensku og ekki vitað í raun hvað þeir ættu að gera við það. Þeir ákváðu að snara textanum yfir á hið ástkæra ylhýra og senda inn í Söngvakeppnina. Og Voilá – lagið féll í kramið. Lagið er víst elektró-rokk og ekki svo  fjarri því sem  Jeff Who myndi setja á plötu.  Við erum spennt, mjög spennt!

Fjaðrir

Lag og texti: Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir og Guðfinn­ur Sveins­son

Flytj­andi: SUNDAY (Hild­ur Krist­ín Stef­áns­dótt­ir, Guðfinn­ur Sveins­son, Vign­ir Rafn Hilm­ars­son og Helga Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir)

Eitthvað nýtt og spennó!

Fyr­ir alla

Lag: Daní­el Óli­ver Sveins­son og Jimmy Åker­fors

Texti: Daní­el Óli­ver Sveins­son og Ein­ar Ágúst Víðis­son

Flytj­andi: CA­DEM (Daní­el Óli­ver ásamt Emelie Sc­hytz og Carol­ine Waldemars­son)

Meira nýtt og spennó!

Í kvöld

Lag og texti: Elín Sif Hall­dórs­dótt­ir

Flytj­andi: Elín Sif Hall­dórs­dótt­ir

Mun 16 ára menntskælingur taka þetta?

Í síðasta skipti

Lag: Pálmi Ragn­ar Ásgeirs­son, Ásgeir Orri Ásgeirs­son og Sæþór Kristjáns­son

Texti: Pálmi Ragn­ar Ásgeirs­son, Ásgeir Orri Ásgeirs­son, Sæþór Kristjáns­son og Friðrik Dór Jóns­son

Flytj­andi: Friðrik Dór

Klárlega eru StopWaitGo fyrirframgefni sigurvegarinn með Frikka Dór við stýrið – sérstaklega ef unglingar landsins tryggja sinn mann áfram í símakosningunni.

Frikki sagði í viðtali við fases.is að StopWaitGo hefði sérstaklega samið lagið fyrir Söngvakeppnina og farið all-in í Júróvisjón pakkann þetta árið svo fólk megi búast við kraftbölluðu að hætti Johnny Logan (bréfritari kiknar í hnjánum!). Friðrik sagði þó að aðdáendur mættu ekki búast við glimmerskreyttri sviðsframkomu en það væri aldrei að vita nema grafið yrði djúpt fataskápnum efitr hvítum jakkafótum (já beibí!). Honum leist vel á keppinauta sína í Söngvakeppninni og sagði eins og sönnum fegurðardrottningum sæmir að á endanum snúist þetta alltaf um dagsformið á keppnisdegi (en hann voni samt að fólk kjósi sig…).

Lít­il skref

Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirs­son, Pálmi Ragn­ar Ásgeirs­son og Sæþór Kristjáns­son

Flytj­andi: María Ólafs­dótt­ir

Annað StopWaitGo lag – þeir eru einu höfundarnir með tvennu í ár.

Millj­ón augna­blik

Lagi: Karl Ol­geir Ol­geirs­son

Texti: Karl Ol­geir Ol­geirs­son og Hauk­ur Heiðar Hauks­son

Flytj­andi: Hauk­ur Heiðar Hauks­son

Diktu-Haukur tekur þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn, þetta getur ekki klikkað!

Myrkrið hljótt

Lag: Arn­ar Ástráðsson

Texti: Erna Hrönn Ólafs­dótt­ir

Flytj­andi: Erna Hrönn Ólafs­dótt­ir

Það veit bréfritari að ákveðnir meðlimir FÁSES hoppa hæð sína að sjá Ernu Hrönn aftur í Söngvakeppninni – algjör perla sem hún er.

Pilt­ur og stúlka

Lag og texti: Björn Þór Sig­björns­son, Tóm­as Her­manns­son og Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son

Flytj­end­ur: Björn og fé­lag­ar (Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son, Unn­ur Birna Björns­dótt­ir, Hafrún Kol­beins­dótt­ir og Pét­ur Örn Guðmunds­son)

Önnur frumraun og nú hjá hinum NýDanska Birni Jörundi. Ofsalega gaman að sjá Pétur Örn, fastagest, enn á ný.

Björn Jörundur var að sjálfsögðu gripinn í viðtal eftir blaðamannafundinn í dag og sagði hann að lagið þeirra félaga hefði verið sérstaklega samið fyrir Júróvisjón enda eigi það heima þar. Lagið sé litríkt, spili inn á allann tilfinningaskalann og endar á “gríðarlegra djúpri fullnægingu, tónlistarlega séð” (aha). Textinn er að ku Björns Jörundar um að allir standi jafnfætis – fyrir staðreyndum lífsins og náttúrunni. Aðspurður um hernaðarplön sviðsframkomunnar sagði hann að allir kraftar hefðu farið í lagið sjálft en nú þyrfti að skrá félagana í dansskóla (hlökkum til að sjá afrakstur þess).

Þú leit­ar líka að mér

Lag: Ásta Björg Björg­vins­dótt­ir

Texti: Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir

Flytj­andi: HINEMOA (Ásta Björg Björg­vins­dótt­ir, Rakel Páls­dótt­ir, Sindri Magnús­son, Kristó­fer Nökkvi Sig­urðar­son, Gísli Páll Karls­son og Regína Lilja Magnús­dótt­ir)

Nýjir í bland við þá sem eru ekki eins blautir á bak við eyrun. Gaman væri að fá að vita fyrir hvað HINEMOA stendur fyrir.

Þá er ekkert eftir nema sitja spenntur og bíða…