FÁSES félagar með svör á reiðum höndum

FÁSES félagar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins 2015, undankeppnir annarra landa og níðþungt Barsvar í boði Steinunnar hafa haldið mönnum á tánum í upphafi Júróvisjón vertíðinnar 2015. Er þá ekki úr vegi að staldra við og spyrja nokkra valinkunnugu FÁSES meðlimi hvernig þeir haldi að Söngvakeppnin fari á laugardaginn.

Kristín H. KristjánsdóttirKristín

Hvernig finnst þér Söngvakeppnin í ár? Mér finnst Söngvakeppnin í ár með fjölbreyttara móti, heldur en hefur verið lengi. Held hreinlega að ég hafi ekki séð svona mörg ólík lög síðan í langloku-undankeppnunum 2007 og 2008. Það var nokkuð ljóst, bæði í fyrra og árið þar áður, hver myndi sigra, en nú finnst mér ööööörlítið erfiðara að spá fyrir um það. Finnst líka frábært hvað það er mikið af nýjum lagahöfundum að spreyta sig og etja kappi við gömlu kreðsuna sem er ALLTAF. Eintóm gleði!
Hverjir munu mætast í einvíginu? Ég ætla að vera ótrúlega köld og spá Maríu og SUNDAY í einvígið, en mér dettur samt ekki í hug eitt augnablik að vanmeta hann Frikka Dór. Hann gæti nefnilega alveg trillað sér beina leið í einvígið líka. En Lítil Skref fer pottþétt þangað…já, ég er barasta alveg viss um það.
Hver vinnur Söngvakeppnina? Ég held hreinlega að María taki þetta og ég yrði bara helsátt ef svo færi. Hún er með flott lag, sterka rödd og svo er hún sjálf bara svo mikið krútt! Held að Emmilie DeForest ætti bara að fara og hygge sig einhversstaðar annars staðar. María er svo meðetta! Eeeen, ef að svo færi að hún ynni ekki, að þá spái ég SUNDAY alla leið. Svo kemur bara rest í ljós.

DavíðDavíð Lúther Sigurðarson

Hvernig finnst þér Söngvakeppnin í ár? Alveg frábær. Alveg 3 lög sem ég er svakalega ánægður með.
Hverjir munu mætast í einvíginu? Frikki Dór og Lítil Skref.
Hver vinnur Söngvakeppnina? Frikki Dór er að fara… Ég held að hann ætti að pakka í töskur bara 🙂

 

Dekel Ben AviDekel

Hvernig finnst þér Söngvakeppnin í ár? Þau eru öll slæm! Flest íslensku lögin sem valin eru í Söngvakeppninni taka aftur á móti miklum breytingum fyrir sviðsetningu í Eurovision. Svo hvaða lag sem verður fyrir valinu vona ég að það fái gott “make-over” eins vaninn hefur verið.
Hverjir munu mætast í einvíginu? Ekkert sem mér elska út á lífinu en ef þú snýrð upp á hendina á mér myndi ég segja Elín Sif og Daníel Olíver.
Hver vinnur Söngvakeppnina? Daníel Olíver.

Heiður Maríudóttir

Heiður ásamt helsta átrúnaðargoði sínuHvernig finnst þér Söngvakeppnin í ár? Sú besta í mörg ár. Lögin eru svakalega ólík og í raun ekkert lag í úrslitunum sem líkist öðru sem er mjög óvanalegt. Þarna fáum við að sjá gamla hjartaknúsarann hann Björn Jörund, unga hjartaknúsarann Frikka Dór, MH krúttið og Verzló krúttið, temdu íslenska sigurrósar drekann þinn, óhefðbundna alternative atriðið og sænsku formúlumaskínuna. Ég tel að langflestir geti fundið eitthvað fyrir sig sem gæti valdið því að atkvæðin dreifist vel á atriðin. Allavega vona ég að svo verði því það gerir þetta meira spennandi. RÚV reynir að gera sitt besta með það litla fjármagn sem þeim hefur verið gefið og skilar sér í góðum kynnum og skemmtilegum milliatriðum. Háskólabíó er þó engan veginn jafn flottur tónleikastaður og Harpan en það var þó splæst í einhver auka ljós upp á sviðið sem reyna að skapa stemningu. Það er þó mjög sorglegt að skipta af RÚV yfir á viðmiðunarlöndin Danmörk og Svíþjóð.
Hverjir munu mætast í einvíginu?  Ég held að það verði annaðhvort Lítil Skref vs. Fjaðrir eða StopWaitGo einvígi á milli Lítilla Skrefa og Í Síðasta Skipti. Ég vona að það verði fyrra einvígið því ég er skíthrædd við Frikka Dór og alla kosningaglöðu grunnskólakrakkana á bakvið lagið hans. Fjaðrir eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum júrónördum og þeim sem þykjast ekki þola keppnina svo það er aldrei að vita hvort það dugi til að koma þeim í einvígið. Gott gengi óhefðbundna laga síðustu ár gæti líka veitt Fjöðrum atkvæði. Dansarinn þeirra er æðisleg en mér blöskrar þó dressið hennar Hildar, það er eitt að fá innblástur frá Margaret Berger en annað að bara herma alveg eftir henni. Fyrir fólk sem á að vera út fyrir kassann að þá fannst mér fötin afskaplega mikið inn í kassanum. Lítil Skref hinsvegar virðist höfða bæði til júróvisjónnörda og almennings og er alveg pjúra popplag sem var fantavel flutt svo ég held að það muni ná að koma sér í topp 2.
Mér finnst ólíklegra að hin lögin nái í einvígið en þó væri Fyrir Alla líklegast af þeim. Það er án efa glaðasta lag keppninnar og með stynjandi glæsipíur, pilsið hans Einars Ágústs, fataskáp Eric Saade, sviðsframkomu Robin Stjernberg og dansmúv Anton Ewalds að þá á þetta lag allavega góðan séns. Elín Sif er rosalega heillandi en ég er hrædd um að hún sé of saklaus til að komast áfram, þó svo að hún sé með alla MH-inga og barnaperra á bakvið sig. Milljón Augnablik fannst mér stórkostlegt í stúdíó útgáfunni og var næst uppáhaldslagið mitt en flutningurinn tókst illa upp svo ég tel að þjóðin sé hálfbúin að afskrifa lagið, með miklu betri flutning á laugardaginn gæti það þó breyst. Björn Jörundur og co. er glatað og hallærislegt og á skilið að vera í sjöunda sæti. Semsagt Lítil Skref vs. Fjaðrir væri óskastaðan.
Hver vinnur Söngvakeppnina? Hrikalega erfitt að svara þessu þegar 5 af 7 lögum munu vera í breyttri útgáfu frá upprunalega flutning en ef við göngum út frá þeim frammistöðum að þá segi ég Lítil Skref. Rosa flott popplag með fantagóðri söngkonu. Lagið sjálft er rosalega skandinavískt og gæti alveg verið frá Svíþjóð eða Noregi. María syngur um að sigrast á ástarsorg sem er afskaplega Molly Sandénlegt. Ég óttast hinsvegar að úthringiver Verzlunarskólans óski frekar eftir atkvæðum fyrir Friðrik Dór sem gæti tekið þetta á vinsældunum. Þá væri hinsvegar verið að kjósa flytjanda en ekki lag því Í Síðasta Skipti er alger endurvinnsla og á skilið 6. sætið. Ef María færi út til Vínar að þá þyrfti hún að fá sér nýjan kjól því hinn var ekki málið og Emmelie de Forest stíliseringin léleg. Hún ætti frekar að stæla Lenu sem var líka með pjúra popplag og vera heillandi og krúttleg en jafnframt full sjálfstrausts á sviðinu. María syngur líka miklu betur en Lena! Svo bara muna að sama hvaða lag vinnur að þá er annaðhvort „less is more“ leiðin málið eða „all out ala Cezar og hamstrahjól“ leiðin sem virkar!