Aðalfundur FÁSES 2014

Boðað er til 3. aðalfundar Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 20:00. Fundurinn verður, líkt og áður, á Kringlukránni.

Seturétt á aðalfundi FÁSES hafa allir félagar sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2014. Nánari upplýsingar um rétt félaga á aðalfundi er að finna í 7. gr. samþykkta félagsins. Núverandi samþykktir félagsins er að finna á heimasíðu félagsins www.fases.is.

Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins eftirfarandi:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 2. Skýrsla stjórnar kynnt og tekin til umræðu.

 3. Reikningar félagsins kynntir, teknir til umræðu og kosninga.

 4. Lagabreytingar.

 5. Kosning til stjórnar.

 6. Kosning félagslegra skoðunarmanna.

 7. Önnur mál.

Auk skýrslu stjórnar og reikninga félagsins, verður hugsanlegt breytt fyrirkomulag við úthlutun miða rætt/tekið til umræðu undir lið 7 Önnur mál. Stjórn mun leggja fram nokkrar tillögur til umræðu. Fyrrnefndar tillögur ásamt reikningum og skýrslu stjórnar munu berast gildum félagsmönnum í síðasta lagi 25. október nk.

Kosningar til stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Í ár lýkur kjörtímabili gjaldkera, alþjóðafulltrúa og kynningar- og viðburðarstjórnanda sem kjörnir voru til tveggja ára á 1. aðalfundi félagsins árið 2012. Kjörtímabilið eru tvö ár. Auk þess lýkur kjörtímabili 1. og 2. varamanns sem kjörnir voru á 2. aðalfundi félagsins árið 2013. Kjörtímabilið er eitt ár. Því verður kjörið í eftirfarandi embætti á fundinum:

 • gjaldkeri – kjör til tveggja ára

 • alþjóðafulltrúi – kjör til tveggja ára

 • kynningar- og viðburðarstjóri – kjör til tveggja ára

 • 1. varamaður – kjör til eins árs

 • 2. varamaður – kjör til eins árs.

Auk þess skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs.

Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald, en samkvæmt 6. gr. samþykkta félagsins þarf þó meirihluti stjórnar ávallt að vera 18 ára eða eldri.

Við minnum á að til að hafa atkvæðarétt á aðalfundinum okkar 30. október næstkomandi þarf félagsgjaldið að vera greitt.

Hlökkum til sjá ykkur öll á hressandi aðalfundi!