
Svissnesk/albanski hrokkinkollurinn og krúttmolinn Gjon Muharremaj, eða Gjon´s Tears eins og hann kýs að kalla sig, er mættur aftur. Að þessu sinni liggur honum ýmislegt á hjarta og allar þessar pælingar má finna í ballöðunni “Tout l´Universe” eða “Allur Heimurinn” eins það þýðist á íslensku.