
Úrslit Etapa națională 2023, söngvakeppni Moldóvu fyrir Eurovision, fór fram laugardagskvöldið 4. mars síðastliðinn í Chișinău. Áður hafði farið fram forval, en það var laugardagskvöldið 28. janúar. Þrjátíu lög tóku þátt í forvalinu en það voru svo tíu lög sem tóku þátt í lokakeppninni. Úrslit réðust til helminga með netkosningu almennings og fimm manna fagdómnefnd. […]