
Ef einhver man ennþá eftir litháísku útgáfunni af Míu litlu, sem ráfaði stefnulaust um sviðið í Kænugarði í fyrra og gargaði: „Yeah, yeah!” móðursýkislega á sirka fimm sekúndna fresti, þá legg ég til að þið gleymið henni eins og skot! Það er kominn nýr fógeti í bæinn frá Litháen og hún heitir Ieva Zasimauskaité.