Fyrsta undankeppnin fyrir Eurovision 2023 fór fram í gær og var það Úkraína sem reið á vaðið. Einhverjir gætu verið hissa á því í ljósi stríðsins en að sjálfsögðu er ekkert sem stöðvar úkraínsku þjóðina, ekki síst eftir að hafa sigrað keppnina í Tórínó með glæsibrag. Úkraínska undankeppnin Vidbir, sem er úkraínska fyrir „val“, er […]
Flokkur: Vidbir í Úkraínu
Í skugga milliríkjadeilu við Rússa gerðu Úkraínumenn sér glaðan dag á laugardagskvöldið síðastliðið til að velja framlag sitt í Eurovision í stórglæsilegri sjónvarpsútsendingu frá Kænugarði. Ekkert var til sparað til að gera útsendinguna sem flottasta og fáar þjóðir sem geta státað af jafn fjölbreyttri og skemmtilegri keppni með aðeins átta lögum sem tekur fjórar klukkustundir […]
Úkraína tók fyrst þátt í Eurovision 2003 og varð fljótt sigursælt í keppninni. Þetta er ein þeirra þjóða sem alltaf kemst upp úr undankeppninni sinni, hefur sjö sinnum verið í tíu efstu sætunum og unnið heila klabbið tvisvar sinnum. Ruslana sælla minninga árið 2004 og Jamala árið 2016. Eins og flestir muna dró Úkraína sig út […]
Úrslitakvöld Vidbir, undankeppninnar í Úkraínu fyrir Eurovision, fór fram síðastliðið laugardagskvöld í skugga pólítísks óróa vegna forsetakosninga sem haldnar verða í landinu eftir mánuð. Keppendur Vidbir fóru ekki varhluta af því þegar þeir voru grillaðir í beinni um tengsl sín við Rússland og hertekinn Krímskaga og þurftu að sannfæra dómnefnd um hollustu sína við Úkraínu. […]