Svíþjóð vinnur OGAE Big Poll 2022


Aðdáendur kusu og nú er komið að því. FÁSES, vi har et resultat!
OGAE Big Poll 2022 er lokið að þessu sinni og var það hinn sænska Cornelia Jakobs með lagið sitt “Hold Me Closer” sem sigraði. Einungis sex stig skilja að Svíþjóð og Ítalíu, sem varð í öðru sæti, og höfðu þessi þátttökulönd skipst á að leiða OGAE Big Poll eftir því sem stig klúbbanna voru kynnt. Í þriðja sæti var hin spænska Chanel með 294 stig og því nokkuð langt frá fyrstu tveimur sætunum.

Því miður endaði Ísland án stiga í þessari vinsældarkönnun Eurovisionaðdáendaklúbbanna. Ellefu önnur framlög voru einnig án stiga og kemur það mjög óvart. Hér má sjá yfirlit yfir lokaúrslit:

Í heildina gáfu 4.448 meðlimir í 43 Eurovisionklúbbum atkvæði í OGAE kosningunni. Og nú er bara að bíða og sjá hvort þetta endurspegli á einhvern hátt mat Evrópu, já og Ástralíu, á úrslitunum 14. maí nk.