Jæja, þá er komið að því að skoða blaðamannaspánna fyrir kvöldið í kvöld! Blaðamenn og aðdáendur með passa geta kosið hvaða fimm ríki þeir halda að verði í efstu sætunum hér Kaupmannahöfn. Við skulum skoða hvaða tíu lönd eru í efstu sætunum hjá þessum hóp.
1. Austurríki (með 173 stig)
2. Svíþjóð (með 161 stig)
3. Holland (með 98 stig)
4.-5. Ungverjaland og Grikkland (með 94 stig)
6. Bretland (með 86 stig)
7. Armenía (með 64 stig)
8.-9. Spánn og Danmörk (með 49 stig)
10. Úkraína (með 42 stig)
Í síðasta sæti er Azerbaijan með einungis 9 atkvæði. Það kemur eflaust mörgum á óvart en samkvæmt því sem FÁSES.is hefur hlerað í blaðamannahöllinni þá vilja þeir ekki vinna því þeir verða uppteknir við að halda fyrstu Evrópu-Ólympíuleikana 2015. Ísland er í 22. sæti með 15 atkvæði en FÁSES.is er handviss um að Evrópu hafi meiri smekki fyrir Stuðpollunum en blaðamenn og aðdáendur hér í Köben.