FÁSES fékk þrjá félaga til að spá í spilin fyrir úrslitin í Söngvakeppninni sem haldin verða í Laugardalshöll annað kvöld. Sérfræðingapanellinn var með nýju sniði og fengum við fulltrúa frá þremur FÁSES-kjördæmum í léttar umræður. Frá FÁSES Suður kemur Steinunn Björk Bragadóttir, frá FÁSES Norður kemur Halla Ingvarsdóttir og frá FÁSES á meginlandi Evrópu kemur Haukur Johnson.
Niðurstöður sérfræðinganna okkar voru þessar:
Halla | Haukur | Steinunn | Alls | |
Battleline | 3,5 | 4 | 3,5 | 11 |
Here for You | 1 | 2 | 1 | 4 |
Our Choice | 3 | 2,5 | 2 | 7,5 |
Kúst og fæjó | 2,5 | 5 | 5 | 12,5 |
Gold Digger | 3 | 4 | 3,5 | 10,5 |
Í stormi | 4,5 | 3 | 3,75 | 11,25 |
Alls | 17,5 | 20,5 | 18,75 |
Sérfræðingarnir komu með nokkur gullkorn í umræðunum:
Battleline
Það er smá eins og þau hafi bara öll farið í uppáhalds fötin sín, eins og á jólunum.
Þetta passar inn í sænskt excel-skjal!
Here for You
Það eru ekkert allir fæddir með röddina hennar Adele. Sumir þurfa að þjálfa hana.
Þau eru að springa úr gleði, það vantar ekki!
Our Choice
Hann minnir mann á Johnny Logan 1980, þegar Johnny var ungur og sætur!
Kúst og fæjó
Þetta er svolítið meðalið sem ég þarf.
Ef ég væri með saumó myndi ég akkúrat ná að kaupa líkjörana en klikka á að marínera öndina.
Gold Digger
Taka 3, takk, 2019! Koma með almennilegt Svía-popp!
Í stormi
Júlí Heiðar er einhvers konar náttúrufyrirbæri! Hann er búinn að koma með rapp-lag, country-lag og núna rokk-lag!
Nú verðum við bara að sjá hvernig Söngvakeppnin fer á morgun – Góða skemmtun!