Aðalfundur FÁSES 2017


Hér með er boðað til 6. aðalfundar Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Ölveri í­ Glæsibæ.

Seturétt á aðalfundi FÁSES eiga allir félagar sem greitt hafa félagsgjald. Nánari upplýsingar um rétt félaga á aðalfundi er að finna í­ 7. gr. samþykkta félagsins. Núverandi samþykktir félagsins er að finna á vefsíðu félagsins www.fases.is.

Samkvæmt samþykktum er dagskrá fundarins eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar kynnt og tekin til umræðu.
  3. Reikningar félagsins kynntir, teknir til umræðu og kosninga.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning til stjórnar.
  6. Kosning félagslegra skoðunarmanna.
  7. Önnur mál.

Kosningar til stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Í ár líkur kjörtímabili formanns og ritara sem kjörnir voru til tveggja ára á 4. aðalfundi félagsins 2015. Þá hafa gjaldkeri og alþjóðafulltrúi, sem kjörnir voru til tveggja ára á 5. aðalfundi félagsins 2016 ákveðið að snúa sér að öðrum störfum eftir eins árs setu. Einnig líkur kjörtímabili 1. og 2. varamanns og félagslegra skoðunarmanna sem kjörnir voru til eins árs á 5. aðalfundi 2016. Því verður kjörið í eftirfarandi embætti á fundinum:

formaður – kjör til tveggja ára
ritari – kjör til tveggja ára
gjaldkeri – kjör til eins árs
alþjóðafulltrúi – kjör til eins árs
fyrsti varamaður – kjör til eins árs
annar varamaður – kjör til eins árs
tveir félagslegir skoðunarmenn – kjör til eins árs

Kjörgengir í­ stjórn félagsins eru allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald, en samkvæmt 6. gr. samþykkta félagsins þarf þó meirihluti stjórnar ávallt að vera 18 ára eða eldri.

Við minnum einnig á að frestur til að greiða félagsgjald fyrir komandi starfsár er til 15. október.

Áhugasamir frambjóðendur eru beðnir um að senda framboð sín á netfangið ogae.iceland@gmail.com eigi síðar en 19. október með eftirfarandi í efnislínu: Framboð 2017.

Vinsamlega takið fram í hvaða embætti þið bjóðið ykkur fram í. Upplýsingar um framboð sem hafa borist verða send með fundargögnum 5 dögum fyrir fund.

Lagabreytingar

Samkvæmt 12.gr. samþykkta FÁSES skulu tillögur að breytingum berast stjórn 10 dögum fyrir aðalfund. Breytingatillögur skulu því sendast á netfangið ogae.iceland@gmail.com eigi síðar en 16. október með eftirfarandi í efnislínu: Lagabreytingar 2017. Innsendar breytingatillögur ásamt breytingatillögum stjórnar verða sendar með fundargögnum 5 dögum fyrir fund.

Í lok fundarins ætlum við að halda hefðina og spila hið sívinsæla Eurovision-bingo svo það verður líka stuð!