FÁSES.is tekur púlsinn á Lindu Hartmanns

Linda Hartmannsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í ár með lagið Ástfangin eða Obvious Love á ensku. Linda semur lagið sjálf en móðir hennar, Erla Bolladóttir semur íslenska texta lagsins. Lindu þekkja margir af nýlegri þátttöku hennar í The Voice en hún er einnig í reggae hljómsveit sem heitir Lefty Hooks & The Right Thingz. Þess utan starfar Linda sem bókari og rekur heimili sex manna heimili ásamt eiginmanni sínum.

FÁSES.is hitti Lindu eftir fyrstu sviðsæfingu í Háskólabíó sem gekk vel. Við gátum að sjálfsögðu ekki stillt okkur um að hnýsast í hvernig lagið verður flutt á sviði. Linda verður með tvo dansara með sér á sviðinu ásamt bakröddum íklædd rosalega flottum kjól. Kjólatrix ganga nú alltaf vel ofan í Eurovision aðdáendur svo við erum spennt að sjá! Við fáum líka að heyra hver munurinn er á þátttöku í Söngvakeppninni og The Voice. Linda stefnir á útgáfu eigin lagasmíða strax eftir Söngvakeppnina svo það er fullt að gerast hjá þessu upprennandi tónskáldi – og söngkonu!