Daði Freyr og Gagnamagnið elska Eurovision eins og við!

Daði Freyr og Gagnamagnið stíga á svið í seinni undanriðli Söngvakeppninnar nú á laugardag með lagið Hvað með það? eða Is This Love? á ensku. Daði er nýliði í Söngvakeppninni en hann stundar tónlistarnám í Berlín. Daði hefur verið öflugur í kynningu lagsins undanfarið og er núna til tölvuleikur með verðlaunum í anda lagsins (er einhver búin að vinna leikinn?), Daði og Gagnamagnið eru í sérstökum peysum, hann hefur verið öflugur í að taka júró coverlög á netinu og fór mikinn á RÚV snappinu hér um daginn.

FÁSES.is hitti á Daða Frey og félaga eftir vel heppnaða æfingu hjá þeim í Háskólabíó. Okkur lék m.a. forvitni á að vita hver þessi hópur væri sem kallaði sig Gagnamagnið og fylgir Daða hvert fótmál í Söngvakeppninni. Að sjálfsögðu spurðum við hvort það yrði ekki fjör og glens á sviðinu á laugardaginn og hvað hópnum fyndist um tungumálaregluna í keppninni. Þau eru að eigin sögn miklir Eurovision aðdáendur og lauma góðum drykkjurleikarhugmyndum að lesendum FÁSES.is! Auðvitað fengum Daða Frey og Gagnamagnið síðan til að taka lagið fyrir okkur – við getum ekki sagt annað en að við eigum von á góðu á laugardaginn!