Samkvæmt venju var aðalfundur OGAE International, regnhlífasamtaka Eurovision aðdáendaklúbba, haldin í dag, föstudaginn fyrir úrslitin. Fundurinn var haldinn á Euroclub og lá ítarleg dagskrá fyrir. Mæting var með eindæmum góð en fulltrúa meira en 40 klúbba sóttur fundinn.
Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram þar sem farið var yfir reikninga og skýrslur stjórnar ásamt því að samþykkjar fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta tímabils. Þá var fjallað um nýja og gamla aðildarklúbba og er gaman frá því að segja að klúbbarnir í Hvíta-Rússlandi, Tékklandi og Úkraína fengu fulla aðild að OGAE International auk þess sem klúbbarnir í Ástralíu og Ungverjalandi fengu umsóknaraðild til eins árs.
Hápunkturinn fyrir FÁSES var þó kjör ritara stjórnar OGAE International en stjórnarkonan okkar Laufey Helga Guðmundsdóttir var í framboði ásamt fimm öðrum. Það er skemmst frá því að segja að Laufey rúllaði kosningunni upp, ekki var einungis klappað fyrir henni í miðri framboðsræðu heldur fékk hún tæplega 40% atkvæða og sigraði því nokkuð örugglega.
FÁSES er sérstaklega ánægt með að eiga nú fulltrúa í stjórn OGAE International og leggja þannig sitt af mörkum til Eurovision aðdáendasamfélagsins um allan heim.