Gísli Marteinn snýr aftur í Eurovision

Gísla Martein Baldursson þekkja allir íslenskir Eurovision aðdáendur. Við þurfum ekki að telja upp afrek hans í þularboxinu í hinum ýmsu Eurovision höllum en ætlum samt að gera það. Gísli var í Jerúsalem með Selmu 1999, með Einari Ágúst og Telmu í Stokkhólmi 2000, með Two Tricky í Kaupmannahöfn árið 2001, með Birgittu í Riga 2003, með Jónsa í Istanbúl árið 2004 og síðan aftur með Selmu í Kænugarði 2005.

Í kosningu FÁSES í tilefni af 30 ára þátttökuafmæli Íslands í Eurovision sem fram fór meðal félagsmanna síðasta vetur var Gísli Marteinn valinn besti íslenski þulurinn. Hnífjafnir á eftir honum komu Páll Óskar og Felix Bergsson en fast á hæla þeirra var Sigmar Guðmundsson. FÁSES tók púlsinn á Gísla Marteini í Eurovisionvikunni og spurði hvernig væri að vera komin aftur í Eurovision og hvort kosning meðal FÁSES-meðlima hafi haft einhver áhrif þar á. Hvaða orð ætli þetta sé sem er búið að mana hann að segja í beinni útsendingu? Við bíðum spennt!