FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þann keppanda sem höndlar það best að vera Eurovision stjarna í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði hraðaspurningapróf fyrir keppendur.
Við náðum á Öldu Dís Arnardóttur á milli æfinga upp á RÚV en hún syngur lagið Augnablik í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar. Lagið er eftir Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong og texti eftir þau og Öldu Dís. Eins og alþjóð veit vann Alda Dís Ísland Got Talent síðasta vor með trylltum flutningi á Sia-smellinum Chandelier. Alda er greinilega á fullu farti í framanum og var ekkert að hika við að taka aukaæfingu eftir FÁSES viðtalið – nota bene þegar klukkan var að ganga ellefu að kvöldi!
Alda Dís hefur gefið út lagið sitt á ensku – Now – endilega kíkið á það hér.