Við á FÁSES.is látum að sjálfsögðu ekki okkar eftir liggja í spekúlasjónum um Söngvakeppnislögin og báðum velvalda klúbbmeðlimi að segja okkur álit sitt á lögunum þetta árið.
Erna Hlín Guðjónsdóttir
Hvernig lýst þér á söngvakeppnislögin? Ég varð fyrir smá vonbrigðum þar sem þetta hefur oft verið miklu betri keppni, samt eru þarna inn á milli lög sem gætu náð langt kannski ekki í Eurovision. Bestu lögin að mínu mati eru Ég sé þig með Hljómsveitinni Evu, Fátæki námsmaðurinn með Ingó og Hugur minn er með Ernu Hrönn og Hirti. Þau lög sem ég held að verið í topp 3 og afhverju? Á ný – þetta er flottur taktur og flottur flytjandi sem á marga aðdáendur svo þetta gæti alveg farið alla leið út. Ég leiði þig heim – einfaldlega ef því að þetta er Pálmi held að sagan endurtaki sig eins og árin 2003 þegar Birgitta fór út og árið 2007 þegar Eiríkur fór til Finnlands. Þau hefðu getað sungið Gamla Nóa en samt unnið! Held samt ekki að Pálmi vinni en hann verður allavega í topp þremur. Hugur minn er– hún nafna mín er hörku söngkona og Hjörtur er æðislegur líka. Mér finnst raddirnar þeirra hljóma rosa vel saman og lagið gott, er mitt uppáhald og ég vona að það fari alla leið. En eins og fyrri ár að þá finnst mér nú oft vera valinn flytjandi frekar en lag. Held ég að Eurovision verði á Íslandi 2017? Ég yrði hissa ef Eurovision yrði hér 2017 en adrei að segja aldrei, hver veit.
Ísak Pálmason
Hvernig líst þér á Söngvakeppnislögin? Mér líst mjög vel á öll lögin og ég hlakka mikið til að sjá hvernig þessir frábæru flytjendur munu standa sig í beinni. Maður getur varla verið annað en stoltur að sjá hvað við eigum marga efnilega og góða tónlistarmenn. Hvaða þrjú lög eru best að þínu mati? Augnablik, Á ný og Óstöðvandi. Hvaða þrjú lög verða í efstu sætunum og af hverju? Augnablik – Alda Dís á marga aðdáendur sem ég hef trú á að muni koma henni áfram. Það er heldur ekki að skemma fyrir henni að vera einn vinsælasti söngvari landsins. Fátækur námsmaður – Ingó mun fá öll gefum skít í Eurovision stigin. Er hann ekki silfurdrengurinn í Eurovision og áskrifandi að öðru sæti? Hugur minn er – Vestfirðingar munu fylkja liði að baki þeim og setja allar símalínur úr fjórðungnum á yfirsnúning. Lagið er gott, ég efast ekki um að flutningur þeirra verður góður. Mun Eurovision verða haldið á Íslandi 2017? Það er alveg ómögulegt að segja hvernig okkur mun ganga. Það sem er svo skemmtilegt við Söngvakeppnina og lögin sem taka þátt í henni eru breytingarnar sem lögin taka frá því að maður heyrir þau fyrst þangað til að þau stíga á stóra sviðið í Eurovision. En ég ætla að vera bjartsýnn og segja já Reykjavík 2017.
Katrín Alfa Snorradóttir
Hvernig líst þér á söngvakeppnislögin? Mér líst bara vel á þau í ár, reyndar er eitt lag sem ég er engan vegin að fíla. En fyrir utan það eru þetta bara frekar fjölbreytt skemmtileg lög. Hugljúfu tónarnir, hækkanirnar, trommurnar, rappið, dúettarnir…þetta er allt í þessum lögum. Klassa júró 😉 Svo er líka svo gaman að Pálmi skuli vera með, svona á afmælisárinu. Hvaða þrjú lög eru best að þínu mati? Augnablik, Raddirnar, Spring yfir heiminn og Ótöluð orð (ég bara gat ekki valið bara þrjú, svo þau urðu óvart fjögur!). Hvaða þrjú lög verða í efstu sætunum og af hverju? Ég leiði þig heim með Pálma…af því þetta er Pálmi og hann hefur ekki tekið þátt í 30 ár! Raddirnar með Grétu Salóme, af því þetta er flott lag með miklum krafti og svo er hún bara svo mikill fagmaður. Fátækur námsmaður með Ingó…af því að það verður örugglega vinsælt hjá þeim yngri, meira að segja 15 mánaða gömul dóttir mín er að fíla það. Mun Eurovision verða haldið á Íslandi 2017? Ég held að þetta ár verði ekkert frábrugðið fyrri árum, að sjálfsögðu tökum við þetta! Áfram Ísland
Charles Gittins
Hvernig líst þér á Söngvakeppnislögin? Mér líst vel á lögin í heild sinni en mér finnst sum þeirra svipuð á milli sín. Einhver ófrumlegur Disney-blær yfir mörgum. Því miður ekkert sem „gæti gripið mig og hvern sem er“. Hvaða þrjú lög eru best að þínu mati? 1. Raddirnar, 2. Óstöðvandi, 3. Kreisí. Hvaða þrjú lög verða í efstu sætunum og af hverju? 1. Fátækur námsmaður, 2. Ég sé þig og 3. Ótöluð orð …bara af því að ég hef alltaf verið svo lélegur í að spá sigurvegara í Söngvakeppninni og þessi lög eru í neðstu sætunum hjá mér persónulega. Eitthvert þeirra hlýtur að vinna! Mun Eurovision verða haldið á Íslandi 2017? Nei, því miður. Af þeim þremur lögum sem hafa verið valin hingað til (21/01/16) þá er þegar eitt sem er betra en öll lögin í íslensku Söngvakeppninni í ár, þ.e. Írland. Og það eiga örugglega eftir að koma mörg í viðbót.
Sigrún Huld
Hvernig líst þér á Söngvakeppnislögin? Við fyrstu hlustun varð ég fyrir dálitlum vonbrigðum. Lagavalið er frekar einsleitt og sorglega lítið tjútt í þessu og ekkert flipp. Um 260 lög bárust og ég á bágt með að trúa því að ekki hafi verið hægt að setja saman fjölbreyttari lagalista, til að þjóna sem flestum markhópum. Þarna eru mörg lög að bítast um sömu atkvæðin, sem er óheppilegt kjósenda og keppenda vegna. Mér finnst að auki kominn tími á að við tökum einhverjar áhættur og setjum smá fútt í þetta. Hættum að eltast við eitthvað Eurovision-legt sánd og veljum bara gott lag til að senda í keppnina, hvernig sem stíllinn á því er. Það er frekar gamaldags að vera að eltast við Eurovision klisjur í dag og hefur sýnt sig að lögin sem hafa verið að skora hátt í Eurovision undanfarin ár falla ekkert endilega og oftast ekki undir þann hatt. Það væri svo ótrúlega skemmtilegt ef breidd í lagavali væri slík að allir fyndu amk eitt lag við sitt hæfi. Þjóðlagatónlist, ballöður, rapp, elektrópopp, þungarokk, klassík, indí…bara nógu asskoti fjölbreytt. Þegar ég ber saman lögin hér og lögin í keppnunum í Eistlandi, Finnlandi og meir að segja Danmörku þá finnst mér við vera dáldið föst í gamaldags júró. Það er kominn tími á að færa þessa keppni til nútímans. Liður í því væri að hver keppandi myndi flytja sitt lag á því tungumáli sem er ætlað fyrir Eurovision, frá fyrstu spilun.
En hér höfum við lögin tólf og það dugir ekkert að væla yfir því hvernig maður myndi vilja hafa þetta, svona er þetta. Mér finnst ekkert lag á þessum lista vont, flottir listamenn og ég er sannfærð um að RÚV muni gefa okkur megaflott sjóv sérstaklega núna á 30 ára Eurovision þátttökuafmæli Íslands. Það eru nokkrir nýjir þarna á lista sem ég er afar glöð að sjá – áberandi söngvarar úr hæfileikakeppnum á Stöð 2 sem ég er ekki áskrifandi að og þekki því lítið til þeirra, en líkar vel það sem ég heyri. Það er gaman að Pálmi skuli taka þátt svona í tilefni af 30 ára afmælinu og mér finnst sérstaklega skemmtilegt að sjá hljómsveitina EVU í flokki keppenda, með mikilvæg skilaboð. Þarna er líka talsvert af reynsluboltum undanfarinna ára sem manni þykir vænt um, eins og Gréta Salóme, Sigga Eyrún, Kalli Olgeirs og Þórunn Erna Clausen. Ég er alltaf með mikla ást í hjartanu til allra sem taka þátt í Söngvakeppninni; forsöngvara og bakraddir, dansara, laga- og textasmiði, útsetjara, förðunarmeistara og hárgreiðslufólk og alla sem að þessu koma. Þetta ár er engin undantekning. Ég hlakka til að sjá alla á sviðinu í Háskólabíó, sendi þeim mína bestu strauma og vonir um taumlausa gleði.
Hvaða þrjú lög eru best að þínu mati? Ég á örugglega eftir að skipta um skoðun nokkrum sinnum fram að keppni og svo umturnast þetta þegar maður fær að sjá og heyra í keppendum á sviði. Framsetning, túlkun, uppsetning, sjarmi…það er svo margt sem hefur áhrif.
Now (Augnablik) – Alda Dís. Þetta lag fór algerlega framhjá mér á íslensku. Mér fannst það alveg fínt en svo gleymdi ég því bara. Féll í bakgrunninn einhvern veginn og varð að fjarlægu hummi. Þegar ég heyrði ensku útgáfuna (Now Alda Dís á youtube) þá skaust lagið beint á toppinn hjá mér. Þvílíkur munur. Lagið er taktfast með mjög góða uppbyggingu, æðislegar bakraddir og bara góðu melódísku litrófi. Fallega 50’s marsípan röddin hennar Öldu passar svo vel við djúpan drumbusláttinn og svo tekur hún þessa RUGL háu tóna þarna í endann (sem ég get ekki beðið eftir að heyra í keppninni!) sem kóróna þetta fína ferðalag sem lagið fer í. Textinn (enski) er einfaldur en með skýran og mjög fallegan boðskap. Lífið er NÚNA. Ekki velta þér upp úr fortíðinni, hún er liðin. Lagið er um að sigrast á hræðslunni og þora að lifa lífinu í núinu. Þora að gefa og þiggja ást. Ég tengi svo vel og er alveg heilluð af þessu.
Án þín – Elísabet Ormslev. Drama, jörð, Ísland, KONA. Flauelismjúkir súkkulaðitónar Elísabetar eru unun í mín eyru. Röddin leiðir lagið og það er röddin sem fer í ferðalag, með mjúkum og sterkum blæbrigðum og túlkar hverja tilfinningu. Það vantar aðeins upp á kraftinn í stúdíóútgáfunni, það er nóg af plássi til að bæta vel í þar, en ég hef á tilfinningunni að við fáum gæsahúðar-girl-power á sviðinu. Ég get ekki sagt að ég tengi mikið við hástemmdan textann en ég leiði það hjá mér (textaspekúlantinn sjálfur) af því að röddin hennar Elísabetar túlkar allt sem ég þarf að upplifa. Mig langar ROSALEGA mikið til að heyra enska textann við þetta lag, ef hann er til. Annars held ég að það kæmi alls ekki að sök að senda þetta lag út til Stokkhólms með íslenskum texta, ef það sigrar. Það gæti fúnkerað enn betur í henni Evrópu á íslensku, svona dularfullt náttúru víkinga power. Það er svo mikil sterk KONA í þessu lagi að hún gæti allt eins fætt barn á sviðinu, ég meina það á hinn allra besta máta! KONA í öllu sínu veldi. Vona að lagið fái það power sem fleytir því úr flottu lagi yfir í gæsahúðina. Krossa putta!
Kreisí – Sigga Eyrún. Léttleiki, húmor og töff hallæris-retro væb. Hérna kemur lag sem tekur sig ekki allt of alvarlega og það sker sig úr. Það er heljarinnar léttir að það skuli vera eitt svona lag í þessari keppni. Ég fíla retro tölvuleikjastemninguna alveg í tætlur, enda eilítill tölvuleikjanörri sjálf! Ég hef eytt mörgum stundum fyrir framan tölvuna í Transport Tycoon, Super Mario (alltaf), Jones in the Fast Lane, Tropico o.fl. snilldarleikjum. Good Times! Ég kjamsa alveg á öllum þessu yndislegu tölvu- og tölvuleikjahljóðum. Viðlagið höfðar ekki til mín en svotil allt annað gerir það. Stemningin í laginu minnir mig líka dáldið á Pís of Keik (var megafan á gelgjunni) og öskrið sem kemur á undan viðlaginu minnir mig á samskonar öskur í laginu Árás með fyrrnefndu bandi. Þetta lag býður upp á svo skemmtilega leikræna sviðssetningu, næstum eins og lag í söngleik. Ég eiginlega get bara ekki beðið eftir að sjá það á sviði, er svo spennt! Sigga Eyrún á líka eftir að rúlla þessu upp, hún er svo pró. Ég hugsa að þetta lag mun höfða til breiðs aldurshóps.
Hvaða þrjú lög verða í efstu sætunum og af hverju?
Á ný – Elísabet Ormslev. Nú gef ég mér að það verði vindvélar, allar bakraddirnar í drama teater kóreógrafíu og mega flott girl-power atriði á sviðinu. Ef allt gengur upp for maximum effect þá mun fólk taka upp símann og kjósa þetta lag. Það er epískt yfirbragð yfir því og fólk hrífst svo oft með svoleiðis stemningu. Elísabet er líka bara svo suddalega góð söngkona að lagið verður eftirminnilegt vegna hennar.
Fátækur námsmaður – Ingólfur Þórarinsson. Veðurguðinn Ingó er með solid aðdáendahóp sem mun taka upp símann og kjósa hann. Þetta er líka eina stuðlagið í keppninni og það er góður slatti af fólki sem vill að Eurovision sé bara nógu asskoti mikið stuð. Að auki er þetta eina lagið í keppninni með einhverju smá rokkvæbi. Sérstaðan sem lagið hefur, rokk og stuð, mun fleyta því áfram á toppinn. Ingó er líka algjörlega solid performer sem heillar fólk með sér á sviði. Þetta lag nýtur sérstöðu og á alveg tvo markhópa, engin samkeppni þar.
Kreisí – Sigga Eyrún. Ef aðstandendur lagsins nýta sér sérstöðu þess (sem ég er sannfærð um að þau gera) og setja upp líflegt, leikrænt atriði með dass af húmor þá verður þetta lag á toppnum. Ég er nefnilega svo sannfærð um að atriðið verður svo skemmtilegt að stór hópur fólks, ekki síst krakkarnir, munu heillast með. Þetta lag er alveg sér á parti og keppir ekki við neitt annað lag um atkvæði.
Mun Eurovision verða haldið á Íslandi 2017? Ég tel afar litlar líkur á því…