Höndla þær að vera Eurovision-stjörnur í tvær vikur? FÁSES tekur púlsinn á Hljómsveitinni Evu

Hljómsveitin EVA - stuðpíurnar Sigga og Vala

Hljómsveitin EVA – stuðpíurnar Sigga og Vala

Þá er komið að Söngvakeppninni kæru lesendur FÁSES.is og við erum alveg að farast úr spenningi! Það verður erfitt að velja rétta lagið og rétta flytjandann í ár en nú ekkert að óttast – FÁSES.is kemur til bjargar.

FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þann keppanda sem höndlar það best að vera Eurovision stjarna í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði hraðaspurningapróf fyrir keppendur.

Við tókum fyrst púlsinn á Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir Zophoniasardóttur í Hljómsveitinni Evu. Þær ætla að stíga á stokk í Söngvakeppninni 2016 nú á laugardaginn og syngja lagið Ég sé þig á fínu strandeyjunni þeirra (sem er náttúrulega flottasta props sem við höfum séð í Söngvakeppninni). FÁSES.is hitti á stelpurnar í vikunni og undirbúningurinn fyrir stóra daginn hefði kannski mátt ganga aðeins betur en ekki var neinan bilbug að finna á stelpunum – þær eru náttúrulega öfurtöffarar!

Stelpurnar eru búnar að setja lagið á netið á ensku – I see you – endilega kíkið á það á youtube.