Textasmíð í Eurovision getur oft verið einkar áhugaverð og er það ekki alltaf ást og friður sem sem er þemað, þótt að hvort tveggja sé iðulega mjög áberandi á hverju ári. Notkun á borgar-og staðarheitum er eitt af þeim þemum sem skýtur upp kollinum endrum og eins þegar kemur að Eurovision. Við ætlum því að rifja upp nokkur lög sem hafa vitnað í hin ýmsu borgar-og staðarheiti í gegnum tíðina.
Í ár það gullni drengurinn frá Ísrael sem vitnar í Tel Aviv í lagi sínu Golden Boy, þar sem hann syngur meðal annars um hversu mikið fjör er í Tel Aviv.
I’m a golden boy
Come here to enjoy
And before I leave
Let me show you Tel Aviv
Ísrael 2015 – Golden Boy – Nadav Guedj
Árið 2010 fjallaði framlag Serbíu um Balkanskagann og hvernig það væri að vera frá Balkanskaganum, og var þó nokkrum sinnum minnst á borgina Belgrad í textanum.
| Ljubiš me k’o balavica, nije te sram | You’re kissing me like a girl, you have no shame |
| Beograd, Beograd, ja bezobrazan | Belgrade, Belgrade, I’m cheeky |
| Ne jednom, ne dvaput, tri puta me | Not once, not twice, three times for me |
| Beograd, Beograd, tri puta, po naški je | Belgrade, Belgrade, three times, it’s our way |
Serbía 2010 – Ovo je Balkan – Milan Stanković
https://www.youtube.com/watch?v=lfe3rYXqPYI
Serbar voru þó ekki þeir einu árið 2010 sem vitnuðu í borgir og staði en hollenska framlagið þetta sama ár var uppfullt af ýmsum þekktum borgarheitum. Í textanum þeirra þetta árið mátti sjá borgarheiti eins Osló, Berlín og Moskva.
| Het kan ook zijn dat ik samen met jou in een vliegtuig naar Oslo zat | Or possibly, I was sitting together with you on a plane to Oslo |
| Of kwam het uit een café in zo’n straatje, we waren in Trinidad | Or did it come from a bar in an alley, we were in Trinidad |
| Of was het met een goed glas wijn op dat terrasje in Berlijn? | Or was it with a good glass of wine at that sidewalk cafe in Berlin? |
| Of was het Moskou waar ik m’n eerste kus van jou heb gehad? | Or was it in Moscow where I’ve had my first kiss with you? |
Einnig var vitnað í Lissabon og París í textanum.
Holland 2010 – Ik Ben Verliefd (Sha-la-lie) – Sieneke
Hollendingar hafa verið ansi duglegir við að vitna í hina ýmsu þekkta staði og borgir í gegnum tíðina. Árið 1979 fluttu Hollendingar lag sitt Colorado, við reiknum með því að þar sé verið að tala um fylkið Colorado.
| Oh oh… Colorado, vlieg met me mee naar Colorado | Oh oh… Colorado, fly with me to Colorado |
| Oh oh… Colorado, over de zee naar Colorado | Oh oh… Colorado, over the sea to Colorado |
| Oh… Colorado, Colorado | Oh… Colorado, Colorado |
Holland 1979 – Colorado – Xandra
Ári seinna mættu Hollendingar svo með óð til höfuðborgar sinnar, Amsterdam.
| Amsterdam, Amsterdam | Amsterdam, Amsterdam |
| De stad waar alles kan | The city where everything’s possible |
| Amsterdam, Amsterdam | Amsterdam, Amsterdam |
| Iedereen die weet ervan | Everyone knows about it |
Holland 1980 – Amsterdam – Maggie McNeal
https://www.youtube.com/watch?v=UuwUs6_or4Q
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið ansi duglegar við að notast við borgarheiti í textum sínum í gegnum tíðina.
Árið 1995 söng danska söngkonan (sem er í raun frá Noregi) um að hún sakni einhvers frá Mols til Skagen.
| Fra Mols til Skagen, fra Mols til Skagen | From Mols to Skagen, from Mols to Skagen |
| Fra Mols til Skagen, jeg savner dig | From Mols to Skagen, I’m missing you |
Danmörk 1995 – Fra Mols til Skagen – Aud Wilken
https://www.youtube.com/watch?v=cRHZJ77epIE
Tveimur árum seinna, 1997, mættu Norðmenn með slagarann San Francisco, þar sem hinn hressi Tor Endresen söng meðal annars um Woodstock og Jimi Hendrix.
| Oh… kjærlighetstid i San Francisco | Oh… time for love in San Francisco |
| Drømmen om fred, en ungdoms vår | A dream of peace, a spring of youth |
Noregur 1997 – San Francisco – Tor Endresen
Svíar vildu nú ekki vera skyldir útundan þegar kemur að borgarheitum, og mættu árið 2005 með hinn hárprúða Martin Stenmarck í farabroddi og sungu um gleðiborgina Las Vegas.
| In Las Vegas, in the neon lights |
| You’ll be a star if you do it right |
| In Las Vegas, oh oh oh… |
| You better hold on tight |
Svíþjóð 2005 – Las Vegas – Martin Stenmarck
Við Íslendingar höfum lagt okkar að mörkum hvað varðar borgarheiti í Eurovision.
Það muna eflaust allir eftir því þegar Anna Mjöll söng um New York og hélt því fram að allir skyldu Sjúbídú hvort sem þeir byggju á Skagaströnd eða í Timbúktú.
| Sjúbídú, sjúbídú | |
| Menn skilja jafnt á Skagaströnd og Tímbúktú |
Ísland 1996 – Sjúbídú – Anna Mjöll
Páll Óskar mætti svo ári seinna með danspopparann Minn hinsti dans, og hver man ekki eftir upphafslínum lagsins.
| London, París, Róm – urðu orðin tóm |
Ísland 1997 – Minn hinsti dans – Páll Óskar
https://www.youtube.com/watch?v=FmpVfohfuwQ
En hvernig ætli þessi lögum hafi öllum gengið. Einfalt; ekkert sérlega vel. Holland 1980 og Danmörk 1995 lentu þó í 5. sæti, en öll hin voru í 12. sæti eða neðar. Noregur 1997 býr yfir hinum vafasama heiðri að hafa hlotið 0 stig og Holland 2010 komst ekki einu sinni uppúr undankeppninni það árið.
Það er því spurning hvort að það sé honum ísraelska Nadav til framdráttar að minnast á Tel Aviv í lagi sínu. Við verðum bara að bíða og sjá.