Eurovision-vertíðin 2014

FÁSES hefur fengið margar fyrirspurnir frá þeim sem hyggjast fara í jómfrúarferð sína í Eurovision landið – nú í Kaupmannahöfn. Því er tilvalið að taka saman á einn stað þetta helsta sem þarf að huga að til að ferðin verði sem ánægjulegust.

 

Möst að taka með:

  • OGAE skírteinið
  • Miðana inn á Eurovision – útprentinu af Billetlugen þurfið þið að framvísa þegar þið sækið miðana til okkar.
  • Íslenska fánann og nóg af honum (fólk er alltaf að betla af manni fána og mörgum finnst gaman að skiptast á fánum, barmmerkjum og fleiru)
  • Síma og myndavél. Nota kassamerkin okkar, #fáses og #ogaeiceland af kappi ásamt klassíkerinum #12stig og loks kassamerki keppninnar í ár: #joinus.

 

Staðir:

  •  Kaupmannahöfn sjálf. Við vitum, kemur mjög á óvart! Staðreyndin er sú að á meðan á keppninni stendur breytist borgin í sannkallaða Eurovision-borg. Boðið er upp á fullt af viðburðum sem við hvetjum ykkur til að kynna ykkur. Sjá hér og sjá dagskrána alla hér. Við mælum sérstaklega með að fólk kynni sér Eurovision Fan Mile sem verður á Strikinu. Hefð hefur myndast fyrir því í gegnum árin að hafa Eurovision village í borginni þar sem er útisvið og viðburðir yfir daginn. Þar sem Johnny Logan mætir er okkur óhætt!
  • B&W höllin – Eurovision Island (Refshaleøen). Þar sem Eurovision verður haldið í ár! Nauðsynlegt er að kynna sér vel samgöngur til og frá eynni, sjá hér. Við mælum eindregið með því að fólk leggi af stað tímanlega á keppnirnar til að forðast raðir (þá erum við að meina að vera komin u.þ.b. 2-3 tímum fyrir keppni). Athugið að öryggisleit fer fram áður en menn komast inn í höllina og það getur tekið drjúgan tíma. Fylgjast með tölvupóstinum ykkar því að þangað gætu borist mikilvæg skilaboð um þetta. Athugið einnig að taka ekki með ykkur fána með löngum prikum – þau voru öll klippt í fyrra þar sem hætta var á að sjónvarpsútsending truflaðist (sjá leiðbeiningar um fána hér. Á eynni verður einnig Eurovision Park en þar verða viðburðir og útisvið og vitum ekki hvað og hvað.
  • Euroclub (Vega, Musikkens Hus, Enghavevej 40) Opinber skemmtistaður keppninnar – þar sem stjörnurnar djamma! Erfitt hefur verið að komast inn á Euroclub án þess að hafa passa en í ár er boðið upp á að kaupa eins dags armbönd þar inn. Þau verður hægt að kaupa samdægurs í Tourist Information (outside), Vesterbrogade 4A, á bilinu kl. 14.00-16.00. Sjá viðburð á facebook.
  • Euro Fan Cafe (Huset-KPBH, Rådhusstræde 13). Í fyrra var í fyrsta skipti sem aðdáendurnir fengu sérstakan skemmtistað út af fyrir sig og það heppnaðist svo glimrandi vel að það er ekki annað hægt en að endurtaka leikinn. Þarna komast allir aðdáendur inn með gilt OGAE-kort (2014), sem jafnframt er félagsskírteini FÁSES. Eitthvað að gerast á hverju kvöldi, plötusnúðar spila og boðið upp á mjög fjölbreytta viðburði. Hægt að kaupa sérstök armbönd sem tryggja frían aðgang öll kvöld auk afsláttar á mat og drykk – kosta 300DK, dagspassar á 100DK. Sjá viðburð á facebook.

 

Sérstakir viðburðir sem við mælum með:

  • Eurovision-Zumba með Flosa og OGAE Iceland. Þriðjudaginn 6. maí kl. 12-13 á Gammeltorv Eurovillage. Sjá viðburð á facebook.
  • FÁSES upphitun – Áfram Ísland! Þriðjudaginn 6. maí kl. 16. Óþarfi að fjölyrða um það fjör sem þarna mun fara fram. Staðsetning auglýst síðar. Viðburður á facebook.
  • OGAE International Party. Árlegur viðburður sem OGAE International stendur fyrir miðvikudagskvöldið milli undankeppna. Fullt af Júróvisjónstuði og nóg af bandbrjáluðum aðdáendum. Partýið verður nú haldið á Euro Fan Cafe (Huset-KBH), sjá viðburð á facebook.
  • Síðan er um að gera að rotta sig saman í aðra hittinga og viðburði inn á Köbenfarahópnum.

 

Gagnlegar síður (fyrir utan þessar venjulegu að sjálfsögðu):

  • Köbenfarar frá FÁSES á Facebook.
  • Join Us Copenhagen, sjá hér. Einnig er komið Join Us Copenhagen app.