Síðasta þriðjudag gátu FÁSES-liðar sér rétt til um 7 af 10 löndum sem kæmust áfram úr fyrri undankeppninni í úrslitin. Samkvæmt könnuninni gerðu FÁSES-liðar ráð fyrir að Belgía, Pólland og Ungverjaland kæmust áfram í úrslitin, en þess í stað fóru Eistland, Hvíta-Rússland og Slóvenía áfram. Það eru einmitt löndin sem voru næst inn í skoðanakönnuninni og einungis örfá atkvæði skildu á milli.
En vindum okkur að spá FÁSES-liða fyrir seinni undankeppnina í kvöld. Samkvæmt skoðanakönnuninni telja FÁSES-liðar að þessi lönd fari áfram í úrslitin:
- Armenía
- Aserbaídsjan
- Danmörk
- Holland
- Malta
- Norður-Makedónía
- Noregur
- Rússland
- Sviss
- Svíþjóð
Sem þýðir að sendinefndir Albaníu, Austurríkis, Írlands, Króatíu, Lettlands, Litháens, Moldóvu, Rúmeníu þurfa að fara upp á hótelherbergi að pakka niður eftir kvöldið í kvöld ef að spá FÁSES-liða reynist rétt.
Þegar þetta er skrifað eru veðbankarnir hjartanlega sammála FÁSES-liðum hverjir komast áfram í kvöld. Sjáum til hvort veðbankarnir og FÁSES-liðar hafi rétt fyrir sér. Góða skemmtun!