Annar dagur blaðamannafunda í Tel Aviv


 

 

Eins og í gær munum við á FÁSES.is fylgjast með fyrstu blaðamannafundum keppenda í dag.

Það er þétt dagskrá hjá keppendum í Tel Aviv. Við komuna í Tel Aviv Expo þar sem keppnin er haldin er byrjað á að fara í gegnum öryggisleit. Þegar inn er komið er farið í 30 mínútna langa inneyra æfingu áður en farið er á stóra sviðið og fyrsta rennslið tekið. Svo fá keppendur 20 mínútur í áhorfsherberginu þar sem þau fá að sjá hvernig atriðið kemur út á skjánum til að geta komið með tillögur að breytingum og betrumbótum á atriðinu og í kjölfarið er farið yfir sminkið. Að loknu öllu þessu ferli hitta listamennirnir samfélagsmiðla Eurovision og eftir það hefjast svo hinir viðfrægu blaðamannafundir í blaðamannahöllinni. Að sjálfsögðu verða blaðamenn FÁSES viðstaddir blaðamannafundina og munum við birta hápunktana frá þeim í þessari færslu sem verður uppfærð eftir því sem fundunum fram vindur.

Eliot frá Belgíu

Eliot frá Belgíu baksviðs fyrir fyrstu æfingu 5. maí 2019. Mynd: Andres Putting/Eurovision.tv

Með Eliot á blaðamannafundinum var höfundur lagsins Pierre sem samdi líka lagið City Lights sem keppti fyrir Belgíu árið 2017. Eliot fannst mikill heiður að fá að vinna með Pierre. Boðskapur lagsins er að reyna að fá ungt fólk til að vakna til vitundar í fallandi heimi. Í Belgíu er mikil hreyfing ungs fólks sem berst gegn hnattrænni hlýnun og hann samsvarar sér með hópnum. Það er góð æfing fyrir Eliot að taka þátt í Eurovision, hann er ekki mjög stressaður fyrir myndavélunum. Eliot var valinn í innbyrðisvali eftir þátttöku í The Voice. Lagahöfundar voru fengnir til að velja flytjanda til að syngja lagið sitt og lagið og útgáfan sem Eliot flutti var sú besta og þess vegna valin. Pierre var spurður hver væri munurinn á að vinna með Blanche og Eliot og hann sagði að það væri mjög svipað. Hann valdi flytjendur í báðum tilfellum og vildi kynnast þeim fyrst til að sjá hvernig sambandið yrði áður en hann ákveði að vinna með þeim. Pierre semur einn og þegar um 70% af laginu er komið biður hann flytjendurna um að koma að borðinu til að persónugera lagið. Eliot var spurður afhverju það er svona stutt síðan hann byrjaði á Instagram fyrst að svo margir á hans aldri sem að hugsa mikið um að koma fram á samfélagsmiðlum. Það var einföld ástæða fyrir því, Eliot þurfti að stofna nýtt Instagram þegar hann tók þátt í The Voice því það var ekki hægt að breyta um nafn á gamla prófílnum. Eliot hefur notið þess að taka þátt í fyrirpartýunum fyrir Eurovision og er orðinn góður vinur Miki frá Spáni.

Oto frá Georgíu

Oto frá Georgíu á inneyraæfingu 5. maí 2019. Mynd: Andres Putting/Eurovision.tv

Ísland var að æfa á stóra sviðinu akkúrat á meðan blaðamannafundur Georgíu var og þess vegna höfum við ekki skrifað um blaðamannafund Georgíu.

Kate Miller-Heidke frá Ástralíu

Kate Miller-Heidke baksviðs fyrir fyrstu æfingu 5. maí 2019. Mynd: Andres Putting/Eurovision.tv

Kate fannst atriðið smella saman í dag á æfingunni í dag í þessum stóra sal. Það hræðir hana svo mikið að vera 6 metra upp í loftinu á hreyfingu ofan á súlunni sem hún söng að hún fann ekki fyrir neinu stressi að syngja heldur bara fyrir að vera uppi á súlunni. Adrenanlínið er á fullu og hún elskar að taka þátt i Eurovision. Henni finnst hún mjög tilbúin sem listamaður þar sem hún er 37 ára og tekur ekki inn á sig umtalið sem fylgir því að taka þátt í keppni eins og Eurovision. Ef hún væri 22 ára væri þetta mun erfiðara að þurfa að taka allri þessari gagnrýni. Uppi á súlunni nær hún að hreinsa hugann alveg og getur einbeitt sér að söngnum. Kate er óperusöngkona og með bakgrunn úr leikhúsi. Lagið Zero Gravitiy fjallar um líf Kate eftir að hún eignaðist son sinn og fæðingarþunglyndi sem hún upplifði eftir barnsburðinn. Það er mikill heiður og um leið mikil ábyrgð fyrir hana að vera fyrsti flytjandi Ástralíu sem að er valin af þjóðinni í forkeppni og hún vonar “fokka því ekki upp”. Eins og allir vita er mjög dýrt að taka þátt í Eurovision og Kate hefur þurft að safna peningum til að taka þátt í Eurovision. Það eru ekki bara Íslendingar sem þurfa að safna fé fyrir þátttöku í Eurovision. Ferðalagið tók 26 tíma að koma til Tel Aviv og hún hefur þurft að koma tvisvar sinnum á síðustu mánuðum til Tel Aviv. Síðast þegar hún kom til Tel Aviv til að taka upp póstkortið meiddi hún sig því hún var “neydd til að dansa” í póstkortinu. Þegar hún kom heim til Ástralíu þurfti hún að fara inn á spítala vegna meiðslanna sem hún varð fyrir. Kate hefur lengi fylgst með Eurovision en sýktist af Eurovision búbblunni þegar hún bjó í London 2009-2010, sérstaklega þegar Lena vann 2010. Sonur Kate sem er að verða 3 ára finnst ekki mikið til söngs móður sinnar koma, en vegna þess að hann hefur heyrt lagið hennar svo oft þá er hann farinn að syngja með, en er ekki alveg með textann á hreinu. Atriðinu var breytt frá því í áströlsku undankeppninni og nú er Kate komin á súlu sem hreyfist því henni fannst hún vera of föst í atriðinu eins og það var áður. Það er erfitt að komast upp á súlu sem beygist meira og meira eftir því sem maður kemst ofar á stöngina, en tilfinningin þegar hún er komin á toppinn er engu lík.

Hatari frá Íslandi

Katerine frá Grikklandi

Katerine fannst æfingin ganga vel og tæknifólkið sinni vinnu sinni af fagmennsku. Það er þó eitthvað sem þarf að laga, t.d. ljósin. Nokkur tími fundarins fer í að kynna farastjóra gríska sjónvarpsins og blaðafulltrúa, sem er eilítið skrýtið. Katerine býr í Kanada en er upprunalega frá Grikklandi. Hún skrifar alla sína lagatexta sjálf og hafa þeir verið á ensku hingað til. Lagahöfundurinn David Sneddon er frá Skotlandi og sagði Katerine að það hafi verið sérstaklega skemmtileg reynsla að vinna með honum, samstarf þeirra hafi smollið frá upphafi. Ef Katerine ætti að gefa 14 ára gamalli sjálfri sér ráð þá væri það Dare to dream og hún er þakklát fyrir þessa Eurovision reynslu því hún hefur verið dýrmæt. Farastjóri grísku sendinefndarinnar segir að Katerina hafi verið augljóst fyrsta val til að bjóða þátttöku í Eurovision. Fyrsta Eurovision lagið sem hún heyrði var Die for you með Antique. Í ár er uppáhaldið hennar Ítalía, Holland, Slóvenía og Tékkland. Katerina myndi vilja gera ábreiðu af Arcade, hollenska framlaginu, og leyfir hún blaðamönnum að heyra brot úr því.

Serhat frá San-Marínó

Serhat segir að fyrsta æfingin hans hafi gengið vonum framar. Með honum á sviðinu eru þýskir og sænskir bakraddasöngvarar og dansarar. Serhat lærði tannlækningar en gerðist svo sjónvarpsmaður eftir að hafa lokið námi í tannlækningum. Hann segir að það færi sér meiri gleði í lífinu að vinna í skemmtanaiðnaðnum heldur en að vera tannlæknir og þess vegna ákvað hann að einbeita sér frekar að því að vera skemmtikraftur. Lagið Say Na Na Na er samið af Serhati sjálfum. Hann vildi ekki taka þátt í Eurovision aftur nema með góðu lagi og sagði það við ríkissjónvarpið í San Marínó þegar þau báðu hann um að taka þátt fyrir þau í Eurovision í ár. Eftir að hann lauk samtalinu við þau þegar þau báðu hann um að taka þátt í Eurovision settist hann niður og hugsaði afhverju ætti ég að bíða eftir því að einhver annar semji lag fyrir mig? svo samdi hann Say Na Na Na á fimm mínútum og hringdi til baka til að láta þau vita að lagið væri komið. Serhat hefur unnið með mörgum kunnum Eurovision aðdáendum og þar á meðal Viktor Lazlo sem var kynnir keppninnar árið 1987 og Helenu Paparizou sigurvegara Eurovision 2005. Sendinefnd San Marínó er öll í bolum sem stendur á “We Can All Go Crazy” sem er skilaboð Serhats til heimsins. Myndin Sound of Music hefur sérstakt gildi fyrir Serhat og þegar hann samdi Say Na Na Na langaði hann að skapa sama andrúmsloft og er í laginu My Favorite Things úr myndinni. Serhat óskar þess heitt að Tyrkland fari að taka aftur þátt í Eurovision, hann á von á því að Tyrkir komi aftur á næstu árum og ætlar að gera það sem í sínu valdi stendur til að reyna að fá Tyrkland aftur í Eurovision.