Þá er komið að lokasprettinum! Það er komin Söngvakeppnis-Þorláksmessa og spennan í hámarki. Eftir gærdaginn er Hatari enn á toppnum en Friðrik Ómar fylgir fast á eftir. Hér fáum við svo að heyra í spekingunum okkar í síðasta skiptið. Skellið nú myndbandinu í gang á meðan þið festið á ykkur leðurólarnar, slípið sjálflýsandi neglurnar, straujið hvítu gallabuxurnar, syngið Moving On í hárburstann og kærið ykkur kollótt um hvað mamma sagði. Gleðilega Söngvakeppni!
Staðan eftir dag fjögur*:
Bastien | Konstantin | Marco | Paul | Reynir | Alls | |
---|---|---|---|---|---|---|
Hvað ef ég get ekki elskað? | 6 | 7 | 8 | 8 | 29 | |
Mama Said | 4 | 7 | 4 | 3 | 18 | |
Fighting For Love | 4 | 6 | 5 | 5 | 20 | |
Moving On | 2 | 8 | 10 | 5 | 25 | |
Hatrið mun sigra | 8 | 5 | 8 | 12 | 33 |
*Mistök urðu við uppfærslu stigatöflunnar í myndböndum 4 og 5 þar sem Fighting For Love með Töru Mobee er skráð með 4 stig frá Paul. Hið rétta er að Paul gaf laginu 5 stig og er stigataflan að ofan rétt. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.